Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 34

Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 34
það, ég segi ekki meira, og er þá betra fyrir ykkur að vera vel á verði. Litlu kemp- urnar!“ Og Tumi rólaði af stað upp götuna, var hinn hnakkakertasti og þóttist vera í meira lagi dillað af fyndni sinni. Undir niðri sárnaði Tuma enn, er hann minntist atburðanna í malargryfjunni og þess, er bar við daginn þann. Hann var einn af þeim, sem alltaf vill vera fremstur í flokki, og hann gerði sér í hugarlund, að hann drýgði dáðir miklar og hlyti lof að launum. Honum var sár raun að því, að ylfingar skyldu hljóta þakkir fyrir að hjálpa honum, er liann hrapaði og hjó sig svo illa, og þegar mamma hans ávítaði hann fyrir að detta í gryfjuna, brást hann reiður við. „Viðbjóðslegu ylfingar,“ hugsaði hann. Hann gat orðið jafnoki þeirra og sýnt öll- um, að hann væri í engu síðri þeim og al- veg eins fær að gera sitt hvað það, er fólki varð tíðrætt um. Og svo var félagið Rauða loppan stofn- að. Allir drengir í þorpinu, sem voru nógu litlir til þess, að liægt væri að ógna þeim til að ganga í félagið og halda sér saman, voru í því. Tumi hafði ekki ætlað að láta Simma vita um þetta, en nú þótti honum vænt um, að hann skyldi hafa ljóstað þessu upp. Það var ekki afslagur að mega eiga von á styrjökl við ylfingana. Hann skyldi sýna þessum ylfingum í tvo heimana og láta þá setja ofan! Laugardaginn næsta fóru ylfingarnir út á víðavang. Þeir voru allir vopnaðir aldin- maukskrukkum, því að þeir höfðu meðal annars í hyggju að safna froskahrognum og fylgjast með breytingu eggjanna í frosk- unga og síðan í froska. Og síðan fóru þeir að rekja spor, og Sinnni, sem var í fylgd með Benna, Vefar- anum, Nonna og Billa hélt af stað til að rekja slóð afbrotamanns, er sloppið liafði, og eitthvert slys olli því, að rekja mátti blóðferil hans, því að hann hafði skorið sig illa, er hann var að brjótast út úr fangelsinu. Slóðinn, litlar rauðar baunir, lágu yfir flatlendið og gegnum skógana og sömu leið aftur til lækjarins. „Ég skal vera kyrr hérna og gæta aldin- maukskrukknanna,“ sagði Palli. „Ég hef dálítinn verk í fæti í dag og get ekki gengið neitt að ráði. Og það væsir ekki um mig hérna.“ Það varð því Palli, sem varð fvrst var við athafnir Tuma Hákonar og þeirra félaga, því að hann sat eftir umkringdur af krukk- unum og fletti blaði sér til dægrastyttingar. Hann fylgdist með Tuma og þremur fé- lögum hans, er þeir fóru yfir völlinn og gengu inn um hliðið hjá kofa Margrétar. Frú Margrét átti heima þarna á flesjunni og þvoði fyrir fólk. Palli sá þvott hengdan til þerris á mörgum stöðum, og veitti hann því athygli, er hann bærðist fyrir blænum. Allt í einu varð honum aftur litið upp. Tumi og félagar hans voru einmitt að koma út um hliðið. Þeir stöldruðu við og gerðu eitthvað við hliðið, og olli það hlátrum miklum, og hlupu þeir inn í skóginn, er var í kringum flesjuna. Palli stóð letilega á fætur og gekk í hum- áttina að hliðinu. Hvað skyldu þeir hafa verið að gera? hugsaði hann með sér. En hann varð þess brátt vís. Á grindina hafði verið máluð rauð loppa, — merki flokksins. Honum varð litið inn í garðinn og stóð á öndinni af hryllingi. Þessi þrjú löngu stög lágu í forinni með öllum þvottinum! „O, andstyggðar-ódóin,“ hugsaði Palli og varð sárgramur. Svo snerist hann á hæli og hökti eins hratt og járnið um fót hans leyfði í áttina til kógar á eftir prökkurunum. Hann heyrði hlátursköll og glens mikið, 1T4 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.