Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 32
Ylfiiiáakópuí Simma
EFTIR
D. E. BOOTH
Fvrir jólin í fyrra kom út á vegum Úlfljóts bók eftir D. E. Booth,
meðritstjóra enska skátablaðsins, The Scout. Þetta var fyrsta ylf-
ingasagan, sem út kom á íslenzku, og hét „Simmi ylfingur". Fjallaði
hún um Simma, tíu ára gamlan ylfing úr höfuðborginni, sem flutt-
ist til lítils þorps, þar sem engir ylfingar voru starfandi. Réðist hann
þegar í að safna saman sex drengjum til að stofna ylfingahóp, en
kennslukonu þorpsins hafði hann fengið til að vera „Akela“. Seg-
ir bókin frá öllurn þeim erfiðleikum, sem því voru samfara, að fá
drengi til að ganga í ylfingahópinn. Bæði liöfðu þeir ekki trú á
að það væri neitt gaman að vera ylfingur, og svo átti Simmi einn
erki óvin, sem Tumi Hákonar hét, og reyndist hann Simma mjög
erfiður Þrándur í Götu. En þó fór svo að lokum, að Simma tókst að
stofna ylfingahópinn sinn, og endar bókin þar sem félagsforinginn
tekur þá formlega inn í félagið.
Og nú er að koma út framliald þessarar sögu undir nafninu „Ylf-
ingahópur Simma.“ Lýsir hún brösum þeirra Simma og Tuma Há-
konar ,og er hún ekki síður skemmtileg en sú fyrri. Skátablaðið birt-
ir hér fyrsta kafla bókarinnar:
I. KAFLI.
Óaldarflokkurinn.
Simma var órótt.
Þið, sem lesið hafið söguna af Simma
ylfing, munið, hvernig Simma tókst að hafa
upp á fimm drengjum í Markarþorpi, sem
voru óðfúsir að gerast ylfingar, og varð það
til þess, að hann stofnaði ylfingahóp, og var
ungfrú Ragnheiður foringi hópsins, svo-
kölluð Akela.
Drengirnir voru Benni og „vefarinn",
Palli litli, sem var haltur, Jón, tataradreng-
ur, og svo Billi. Simmi kallaði hópinn Rauð-
liðana. En nú var ekki allt eins og það átti
að vera.
„Ég veit ekki, hvernig það er með þessa
stráka hérna í þorpinu,“ sagði hann við
Benna, sem var aðstoðarforingi hans. „Ég
hélt, að þeim mundi þykja betra en ekki,
að ylfingahópur starfaði hér, en nú höfum
við starfað í þrjá mánuði, og enginn vill
slást í félag með okkur að svo komnu. Við
erum aðeins sex, eins og í upphafi.“
„ Já, ég skil,“ sagði Benni, „og það er
lítið gaman fyrir okkur að vera svona fá-
liðaðir. Segi ég ekki satt?“ Ég á við, að við
getum ekki skipulagt víðavangsleiki eða
haft keppni.“
„Ég vildi einungis, að við gætum gert
eitthvað í málinu,“ sagði Simmi, og í því
heyrðist fótatak á stéttinni bak við hann.
Einhver rak upp óp mikið, þreif húfuna af
Simma og senti henni út á brautina.
Simmi sneri gegn árásarmanninum, sem
var enginn annar en Tumi Hákonar. Auð-
112
SKATABLAÐIÐ