Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Side 38

Skátablaðið - 01.12.1950, Side 38
Deildarforingi, Hafsteinn Ágústsson, Sveitfor.: Stúlkur, Jakóbína Hjálmarsdóttir, Sveitafor.: Drengir, Olafur Oddgeirsson, Gjaldkeri, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ritari félagsins er: Sigríður Bjarnadóttir. Sumrastarf skátafélagsins ..Faxi" Vestmanna- eyjum, var betra síðast liðið sumar, en nokkru sinni fyrr. Félagsútilegur voru fjórar og auk þeirra marg- ar flokks-, og sveitarútilegur. Fyrsta félagsúti- legan var farin í júnímánuði í vor, í skála félags- ins, „Hraunprýði". Var þar unnið að endurbót- um á skálanum, svo og unnið við trjárækt félags- ins í hrauninu umhverfis skálann. Næsta félags- útilegan var farin í Elliðaey, unt miðjan júlímán- uð. Það er orðinn fastur liður í sumarstarfsem- inni að fara i eina eða fleiri úteyja útilegur. Elliðaey verður þá oftast fyrir valinu, hún er næst kaupstaðnum, önnur stærsta eyjan og er best að komast upp í hana, þó verður sjór að vera alveg stilltur,, því lagt er litlum báti, að þverhníptum liömrum. Lingfellisdalsútilegan var farin í byrjun ágústsmánaðar. Lingfellis- dalur er lítill en fagur dalur í fjallakrika suður á Heimaey. Utilega í Þjórsárdalinn var farin 19.—20. ágúst. Flogið var að Hellu á Rangár- völltim árla laugardags, og dvalið í Þjórsárdal til sunnudagskvölds. Haldið var sömu leið heim, á sunnudagskvöld. I öllum þessum útilegum var vel mætt, þátttaka var frá 20 til 50 skátar og telst það gott, því margir eru að heiman yfir sumarmánuðina. Sameiginlegt var með öllum þessum útilegum að varðeldar voru kyntir og setið umhverfis þá, sungið og rabbað saman. Varðeldar hafa aukist mjög í ferðum skáta- félagsins, og má geta þess, að í sumar hafa ver- ið fleiri varðeldar en nokkru sinni fyrr. Tveir stórir varðeldar, fyrir almenning, voru í sumar. Á þjóðhátíð Vestmannaeyja í byrjun ágústmán- aðar og á Stakkagerðistúninu, túni í miðbænum, um miðjan maímánuð. Allt innkomið af Stakka- gerðistúns varðeldinum sömuleiðis helmingur styrks þess er bæjarfélagið veitir skátafélaginu alls kr. 2500,00, var afhent til Rauðakrossins og skyldi því varið til kaupa á sjúkrabifreið. Litlu síðar kom svo sjúkrabifreið til bæjarins og hefur hún komið í góðar þarfir. Einnig styrkir skáta- félagið Barnaheimilið um kr. 2000,00 á þessu ári. Félagsvarðeldar voru og nokkrir og þeirra stærstur var varðeldur í Klauf, vík syðst á Heimaey. Hann var fjölsóttur og var þátttaka +----------------------------- f | SKÁTABLAÐIÐ i i Utgefandi: j I BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA. í I í I Ritstjón: ! TRYGGVI KRISTJÁNSSON. \ Ritnefnd: 1 j Arnbjörn Kristinsson. I Pdll H. Pálsson. 1 Áslaug Friðriksdóttir. 1 Ástriður Guðmundsdóttir. í j Utanáskrift: Skátablaðið, Pósthólf 831. J Reykjavík. Verð: Árgangurinn 20 kr. 1 I — I ! PRENTSMIÐJAN ODDI H.F. i------------------------------------ 1 mikil, 55 skátar. Farnar liafa verið þrjár félags- róðrarferðir, ein umhverfis eyjarnar en hinar um næsta nágrenni. Einnig hefur einn flokkur félagsins „Fákar" fengið að láni lítinn bát og búið hann seglum. Þeir félagar liafa síðan siglt fram og aftur um nágrennið í sumar. Þeir félag- ar eiga ni'i þrjá kanóa í smíðum og verður það flokksstarf þeirra í vetur. Á hverju mánudagskvöldi í sumar hefur verið farið út í Hraunprýði og unnið að trjáræktinni oar við skálann. Öll kvöldin hafa endað með kakódrykkju og söng, annað hvort inni í skál- anum eða við varðeldinn í næstu hraungjótu. Á sunnudaginn kemur hefst vetrarstarfið með messu í landakirkju og verður að því loknu öll- um boðið í kaffi og verða þar skýrslur afhent- ar, sömuleiðis skipuiagt flokksstarfið í vetur. Skátakveðja, Óskar Þór félagsforingi. LEIÐRÉ T TING. í síðasta Skátablaði í frásögn af Skátaþingi slæddust nokkrar prentvillur. Aðalmenn í skáta- ráði nr. 19. falli niður nafn frú Elínar Guðlaugs- son, Vestmannaeyjum en í staðin komi: Frú Elín Jóliannesdóttir, Reykjavík, og varamenn í skáta- ráði bætist við tvö nöfn, sem féllu niður: Okto Þorgrímsson, Reykjavík, og frú Inga Erlends- dóttir, Reykjavík. 118 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.