Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 37
Jamboree 1951.
Á 12. alþjóðaráðstefnunni í Noregi 1949, var
boði Austurríkis tekið um að næsta Jamboree,
þ. e. 7 alþjóða skátamótið yrði haldið þar 1951.
Mótið verður undirbúið og skipulagt af aust-
urrísku skátunum.
Jamboree verður haldið á mjög fögrum stað,
sem nefnist SALZKAMMERGUT og er um 50
km aust- suð- austur af Salzburg.
Þátttaka er takmörkuð, og rneiga 40 skátar
frá íslandi sækja mótið.
Mótið verður opnað föstudaginn 3 ágúst og
slitið mánudaginn 13. ágúst
13. alþjóðaráðstefna skátaforingja verður
haldin í Austurríki, skammt frá mótstaðnum,
dagana 31. júlí, 1. og 2. ágúst 1951.
Stjórn Bis hefur skipað Jamboree-nefnd, sem
annast undirbúning þátttöku ísl. skáta á Jam-
boree 1951. I nefndinni eiga sæti: Jón Oddgeir
Jónsson, form., Arnbjörn Kristinsson og Sig-
urður Agústsson.
Boð til London 1951.
Skátar í London liafa, með samþ. Breska
bandalagsins, ákveðið að bjóða til London sex
fulltrúum frá hverju landi, þar sem skátar eru
starfandi til þriggja vikna dvalar, frá laugar-
deginum 11. ágúst að telja.
Gert er ráð fyrir, að skátarnir dvelji eina viku
á heimilum skáta og skoði London og nágrenni.
Föstudaginn 17 ágúst fara erl. gestirnir ásamt
breskum skátum og slá upp tjaldbúðum í Gil-
well Park og dvelja þar í hálfan mánuð í úti-
legu. Gert er ráð fyrir, að þarna komi saman
400 erl. skátar og 400 enskir. Ensku skátarnir
sjá um allan undirbúning og útbúnað, en hver
skáti þarf aðeins að sjá um sinn persónulega
útbúnað. Dvöl þeirra erl. skáta, sem boðnir
eru, þessar þrjár vikur verður algjörlega ókeyp-
is. Allir þátttakendur séu yngri en 18 ára.
Samtök „gamalla skáta" í tuttugu löndum.
Tuttugu lönd af fjörutíu og átta þar sem skátar
starfa, hafa skipulagðan félagsskap „Gamalla
skáta". Á nýafstöðnu alþjóðamóti „Gamalla
skáta" í Lisbon, var ákveðin ráðstefna „Gamalla
skáta“ í Danmörku 11,—13. maí n. k. með þrem-
ur fulltrúum frá hverju landi.
Danmörk var brautryðjandi í starfi „Gamalla
skáta" með stofnun St. George Gilde 1933. í
Englandi var stofnað B.-P. Guild of Old scouts,
í júní 1948, og eru nú þar 29 þúsund starfandi
„Gamlir skátar".
Skátar vilja ekki „Hitch-Hike“ ferðalög.
Mikil brögð hafa undanfarið verið að því,
að menn færu í ferðalög land úr landi, peninga-
lausir, en lifðu á góðvild manna með ferðir og
uppi hald.
Skátahreyfingin vill ekki að skátar ferðist
á þann máta. Skátar þiggja greiða, ef þeim er
boðið, en þeir meiga ekki skipuleggja ferðalög,
sem eingöngu styðjast kostnaðarlega við hjálp
og góðvild almennings. Skátar miða ferðalög
sín, eftir efnum og ástæðum, við það að þau
verði sem allra ódýrust, en þeir vilja hjálpa sér
sjálfir, búa í eigin tjöldum, elda sjálfir mat sinn
o. s. frv. og vera sem mest frjálsir og sjálfum sér
nógir.
Úr fréttabréfi frá Vestmannaeyjum.
Aðalfundur skátafélagsins „Faxi“, Vest-
mannaeyjum, var haldinn sunnudaginn 8. októ-
ber 1950.
Félagsforingi sjórnaði fundinum og rakti starf
félagsins síðast liðið starfsár. Gjaldkeri félags-
ins lagði fram endurskoðaða reikninga. Híbýla-
nefnd, áhaldavörður og myndaannáll, lögðu
fram skýrslur sínar yfir síðasta starfsár. Að lok-
um var stjórnarkjör. Hina nýkjörnu stjórn skipa:
Félagsforingi, Oskar Þór Sigurðsson,
SKATABLAÐIÐ
117