Skátablaðið - 01.12.1950, Side 21
BJÖRGVIN MAGNÚSSON, stud theol:
1 . GREIN.
Á námskeiði í Gilwell Park.
Með grein þessari hefst greinarflokkur. sem
Bjijrgvin Magnússon stud. theol. skólastjóri
drengjaskólans á Úlfljótsvatni skrifar fyrir
Skátablaðið um Gihvell skátaforingja skólann í
London. Bjiirgvin hefur farið þangað tvisvar
á foringjanámskeið, fvrst vorið 1949 og í seinna
skiptið vorið 1950. í næstu tölublöðum Skáta-
blaðsins mun hann skýra lesendum blaðsins
lrá veru sinni í skólanum, ævintýrinu á Gil-
vvell.
Það er sunnudagur 15. maí 1949 og klukk-
an er vart sjö (fyrir hádegi)! þegar ég var
staddur út á Reykjavíkurflugvelli, og bíð
þess að stíga, í fyrsta skipti á ævi minni,
upp í flugvél. En skymasterflugvélin Hekla
á að leggja af stað til London klukkan átta.
Veðrið var frekar leiðinlegt, norðan næð-
ingur og nístingskalt, svo að ég flýtti mér
inn á afgreiðsluna, þar sem farþegar áttu
að bíða, þar til lagt yrði af stað. Meðan ég
beið þarna fór ég að virða fyrir mér þá,
sem ætluðu að nota þessa sömu ferð og ég,
mig minnir að þeir hafi verið fjórtán. Mér
hefur aldrei langað eins til að lesa hugsanir
fólks og þá. „Hvað skyldi gamla konan,
scm sat þarna á móti mér, vera að hugsa?“
Var hún að hugsa um það, eins og ég, hvern-
ig væri að fljúga og hvernig annars liti út
hinum megin við hafið. Ég veit ekki, en
svipur hennar bar einhvern óljósan vott um
kvíða.
Enginn sagði neitt, alveg eins og allir
væru mállausir. Ef einhver hefði séð okkur
þarna þá hefði hann getað látið sér detta
í hug að verið væri að leiða okkur á högg-
stokkinn. Þegar ég nú var búinn að virða
fyrir mér fólkið, fór ég að skoða auglýsinga-
myndir, sem hengu þarna í afgreiðsunni.
Voru þetta myndir frá ýmsum flugfélög-
um út um heim. Að þessu glápi var ég, þar
til ein flugfreyjan, blessuð kom inn i af-
greiðsluna til okkar og bauð háttvirtum
farþegum, með sínu töfrandi brosi, svo að
manni hlýnaði um hjartaræturnar, að stíga
um borð. Var þá búið að koma farangri fyr-
ir, athuga farseðla og vegabréf.
Við gengum nú öll í einni röð upp í
flugvélina en þar var tekið á móti manni
með þessu dásamlega brosi flugfreyjanna,
sem fær rnann til þess að gleyma áhyggjum
og kvíða. Ég spurði aðra flugfreyjuna, Jivort
ég mætti ekki sitja þarna, sem ég benti á,
bara til þess að segja eitthvað. Jú hún sagði
að ég mætti sitja þar sem ég vildi, en bætti
við, að bezt væri að sitja heldur framar-
lega. — Ég fór að ráðum hennar og settist
í fjórða fremsta sætið við glugga vinstra
megin í vélinni. Þegar allir voru komnir
um borð voru vélar settar í gang hver á fæt-
ur annari, og þessi stóra flugvél rann hægt
og örugglega út á brautarendann, þaðan
sem hún átti að hefja sig til flugs.
Þar voru vélar allar settar á fulla ferð og
áður en við vissum af var Hekla komin á
loft. Já, svona var þá að fljúga, ég var bú-
inn að gera mér allt aðrar hugmyndir um
það. Þarna sat maður í beztu hægindastól-
SKÁTABLAÐIÐ
101