Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Side 36

Skátablaðið - 01.12.1950, Side 36
Ylfingar skipuðu sér í kringum „stiga- mennina”, og Simrni rak þá á undan sér. Hann hafði í hyggju að láta Tuma binda stögin upp aftur, en þegar þá bar að og komið varð auga á þvottinn, brá honum í brún. Bleyta og for hafði verið undir, og forarrákir voru á öllu. Og sýnt var, að eftir þessu mundi verða tekið, þótt þeir létu stögin upp aftur. Simmi barði að dyrum. En enginn svar- aði. Margrét var scnnilega ckki heinia við, og því opnaði hann dyrnar svolítið og g;egð- ist inn. Svo sneri hann sér aftur að félög- um sínitm. „Hverjir eru fúsir til að þvo þennan þ\ott með mér aftur?“ spurði hann. „Við gerum það.“ ,,Já, þú mátt reiða þig á það, Simmi.“ Máli hans var tekið hið bezta. Tumi einn hnyklaði brúnir. „Haldið þið, að ég ætli að gerast þvotta- kerling?" spurði hann. „Þú gerir eins og ég segi þér,“ hreytti Simmi út úr sér, „ella segi ég honum pabba þínum eftir þér.“ Hótunin reið baggamuninn. Tuma þótti sjálfum gaman að segja sögur og hélt því, að Simmi mundi gera alvöru úr hótun sinni, og því dragnaðist hann til að gera það, sem honurn var sagt. Ylfingarnir fylltu tvo vatnsstampa með vatni, er var á vélinni og báru þvottinn inn. Næstu klukkustundina var unnið af kappi í kofa Margrétar. Óhreini þvotturinn var sápaður og núinn; fötin urðu aftur hrein, og síðan var Tuma fenginn sá starfi að snúa þvottavindunni. Hann hlevpti brúnurn, sneri og sneri, unz hann verkjaði í handlegginn og vonaði, að hann þyrfti ekki að þvo þvott framar. Félagar hans þrír, Haraldur, Albert og Silli, unnu undir stjórn Simma og festu upp stögin og hengdu út þvottinn. Loks var þessu lokið. Þvotturinn blakti aftur fyrir blænum. Allt það vatn, sem farið hafði niður á eldhúsgólfið, var þurrkað upp aftur, og starfsliðið varp öndinni léttar. „Svo er nú það,“ sagði Simmi. .„Nú getið þið farið heim. Og ef þcssi andstyggilegi flokkur gerir sig sekan um óþokkabrögð, eins og hér í dag, þá er mér aftur að mæta.“ Tumi og félagar hans dröttuðust burtu, og tautuðu eitthvað í barminn, um leið og þeir fóru. SKÁTALEIKUR. Hvað er það? Útvegaðu þér einhverja mynda seríu t. d. af fuglum eða öðrum dýrum, blómum, jurt- um, skipum, bátum o. s. frv. nöfnin mega ekki sjást, en myndirnar númeraðar. Síðan er þeim dreyft á borðið og skátarnir skrifa á blað það, sem þeir þekkja. Sá, sem flest þekkir vinnur. 116 skátablaúid

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.