Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 29
Tjaldstaður mótsins var hinn ákjósan-
legasti. Tjaldað var í skjóli lágrar hæðar,
en uppi á henni uxu krækiber, sem maður
tíndi í morgungrautinn sinn, hinum megin
við tjaldbúðirnar var vatn, svo það voru
sem sagt öll helztu þægindi við tjalddyrnar.
Mótstjóri var Jón Páll Halldórsson, hann
var einnig ritstjóri dagblaðsins „Tryppið“,
sem setti skemmtilegan svip á lífið í þorp-
inu.
Ég varð strax vör við, að það var eitthvað
á seiði, allir voru svo íbyggnir á svipinn.
„Ætlar þú að vera með. Það á að vera næt-
urleikur", kallaði ein til mín, hún var að
taka til skjólföt því það var útlit fyrir
rigningu. Og þarna kom skýringin á óró-
anum í þorpinu. Hvort ég ætlaði að vera
með! nema hvað! af þessu ævintýri gat ég
ekki misst, og leikurinn átti að standa yfir
frá kl. 10—3 um nóttina.
Ég fór með varnarliðinu, sem átti að verja
kastala inn í dalbotni. Yfir margar torfær-
ur þurfti að fara svo sem: beljandi á, skóg
o. fl. En allt þetta fengum við að vita í bréf-
um, merkjum og ýmsu, sem við fundum á
leiðinni.
A sunnudagskvöldið var aðalvarðeldur-
inn, en á mánudag eftir hádegi voru tjöld-
in felld, og allt hafurtask borið niður að
sjó þar biðu bátarnir, sem fluttu okkur út
á ísafjörð.
Um kvöldið var svo haldið hóf í skáta-
heimilinu á ísafirði.
Þá var þessu móti lokið, og mér fannst að
dagarnir hefðu liðið undra fljótt, reyndar
voru þeir ekki nema þrír, sem ég var.. Hinir
tveir dagarnir höfðu verið notaðir til að
ganga á fjöll og sá ég eftir að missa af því.
Það var undarleg tilfinning, sem greip
mig við það, að koma af þessu móti og út
í ys og þys hversdagslífsins aftur. Koma það-
an, sem fjöldi æskumanna og kvenna hefur
notað sumarleyfið sitt til að njóta útiveru
Felttmynd.
Getið þið fundið aðra manneskju á myndinni?
og félagsskapar í anda bræðralags og vin-
áttu. Og ég fann hvað máttur skátahreyfing-
arinnar er mikill (sé honum beitt) til að
stuðla að friði og bræðralagi í heiminum.
Edda Jónsdóttir.
SKÁTABLAÐID
109