Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Side 40

Skátablaðið - 01.12.1950, Side 40
hinni steikjandi sól og sting- andi flugum, sem voru alls- staðar suðandi í loftinu og ómögulegt var að forðast. Nú ætlaði hann að gera alvöru úr því að útbúa sér nýjan klæðn- að. Hann tók til að sníða sér föt úr nokkrum lamaskinnum. Náf og þráð hafði hann ekki — en hann varð að notast við fiskibein og lamaskinns þvengi til þess að sauma þau með, eftir beztu getu. Ennfremur útbjó hann sér skó, á frumstæð- an hátt og yfirhöfn úr skinni, og nú var Robinson búinn að sernja sig alveg eftir stað- háttum, hann var ekki ósjálf- bjarga skipreka maður, heldur sjálfbjarga og undi eftir at- vikum glaður við sitt. SKRÍTLUR. Skrifstofustjórinn: Hversvegna brosir þú ekki þegar ég er að segja „brandara“. Senclisveinninn: Ég þarf þess ekki, því ég hætti að vinna hér á laugardaginn. ★ Ferðamaðurinn: Eru mjög kaldir vetur hér á íslandi. Landinn: Nei, því við höfurn hér bæði hveri og eldfjöll. ★ Hún: Hvernig datt þér í hug að koma með tilbúin blóm handa mér til þess að bera í kvöld. Hann: Nú, aðalástæðan var sú, að lif- andi blórn deyja vcnjulcga, á meðan ég er að bíða eftir þér. ★ Skipstjórinn: Ertu búinn að hreinsa dekkið og þvo stjórnklefann: Hásetinn: Já herra, og ég sópaði meira að segja sjóndeildarhringinn með sjónauk- anum yðar. SKÁTALEIKUR. Indíánaglíma. Tveir glímumenn leggjast á gólfið á bak- ið, hlið við hlið, en sitt í hvora stefnu. Höndum er haldið fast að síðunum. Þegar merkið einn er gefið lyfta þeir innri fótun- um upp í lóðrétta hæð. Þegar merkið tveir er gefið krækja þeir saman fótunum, eins og myndin sýnir og reyna að krækja hvor annan úr jafnvægi. 120 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.