Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 35
er hann blés mæðinni við skógarjaðarinn.
Hann sveigði til kjarrið og gægðist Flokk-
urinn sat á jörðinni kringum foringja sinn.
Palli stökk fram úr fylgsni sínu án þess
að hugsa út í það, að þeir voru fjórir á móti
honum einum.
„Tumi Hákonar,“ sagði hann hátt og
félögum hans varð hverft við og litu upp.
upp. „Felldir þú þvottastögin hjá henni
Margréti?"
Orðum hans var tekið með glotti og
augnaráði, sem átti að vera tómlátlegt.
„Þvottastögin?“ sagði Tumi. „Hvaða
þvottastög?"
„O, þú þarft ekki að láta svona ólík-
lega,“ sagði Palli reiðilega. „Þessi viðbjóðs-
lega rauða loppa þín er á hliðinu til rnarks
um hverjir hafa hér að verki verið. Og þið
eruð ósvífnir ræflar.“
„Hverja kallar þú ræfla?“ spurði Tumi,
spratt á fætur og veitti Palla hnefahögg.
„Þið ylfingar þurfið að fá duglega ráðn-
ingu. Þið eruð helzt til göfugir og voldugir."
„Já, láttu hann kenna á því,“ sögðu
félagar Tuma.
En svo þögnuðu þeir skyndilcga, er fóta-
tak heyrðist í laufinu, sem var eins og þykk
ábreiða kringum trén. Simmi og félagar
hans voru komnir á enda slóðarinnar og
birtust skyndilega.
„Flvað hefur komið fyrir?“ spurði Simmi
og stökk til Palla.
Palli sagði þegar allt af létta.
„Og á hverjum hugðist þú lumbra?“
spurði Simmi reiðilega. „Á Palla? Tumi
Hákonarson, þú ert einhver sú mesta rag-
geit, sem ég hef komizt í kynni við. Fyrst
gerir þú gamalli, fátækri konu óskunda,
og svo ræðstu á bæklaðan dreng. Nú ætla
ég að kenna þér betri siðu. Ég ætla að ganga
á hólni við þig. Farðu úr jakkanum.“ Og
Simmi fór að losa sig við húfuna og háls-
klútinn.
„Ég berst ekki við þig,“ sagði Tumi
ólundarlega.
„FIræddur?“ spurði Simmi. „Er foringi
óaldarflokksins, Rauðu loppunnar, hrædd-
ur við „ylfingabjálfa", hc?“
„Hver er hræddur?" Tumi kreppti hnef-
ana og rauk í Simma, og snerran var liafin.
Þeir stukku hvor á annan, brutust um og
hvásuðu, slógust fyrst af miklum móði, og
smám saman breyttist viðhorfið og þeir
lögðu allt kapp á að geta komið hvör öðr-
um undir.
Vel hnitmiðað högg frá Tuma olli því að
Simma blæddu nasir. Simmi rétti honum
þá högg til endurgjalds, og kom það á aug-
að, en Tumi rak upp sársaukaöskur.
Hann hopaði aftur, ög Simmi hékk í hon-
um. Hann tók á því, sem hann átti til, og
varpaði óvini sínum til jarðar og settist of-
an á hann.
„Sérðu eftir þessu?“ sagði hann og tók
andköf. „Játarðu, að þú sért ódrengur og
raggeit?"
Tumi vai búinn að fá nóg af öllu þessu.
Hann var huglítill í hjarta sínu og fann,
að Simmi var duglegri að berjast en hann.
„Jæja, þá Jrað. Þú hefur sigrað,“ tautaði
hann ólundarlega.
„Stattu þá upp og komdu með mér til
hennar frú Margrétar,“ sagði Simmi skip-
andi. „Þú átt að koma þessum þvotti upp
aftur, ef Jjú vilt ekki, að ég segi honum
pabba Jtínum, hvað þú hefur gert. Ætlarðu
að konta?“
Nú var Tuma öllum lokið. Hann þekkti
föður sinn. Ef sagan um þvott Margrét-
ar bærist einhvern tíma til eyrna honum,
mundi honum verða óhægt með að sitja
uppi næstu vikuna á eftir. Hann vildi allt
til vinna, að faðir hans fengi ekki að neinu
komizt.
„Þið eruð þá fangar okkar,“ liélt Simmi
áfram. „Ylfingar látið engan þeirra slcppa."
SKATABLAÐIÐ
115