Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 15
andlit komumanns, þckkti hann skipstjóra
sinn.
Enginn spurði, hvar hann hefði fengið
búning þenna — eða jxtkann, sem hatin
bar á öxl sér.
„Hafið einn smábátanna til reiðu,“ skip-
aði Björn.
„Hve marga menn þarftu?“ spurði stýri-
maður.
„Engan.“
„Engan .. .?“ Stýrimaður starði opnum
munni á Björn. „Þú .. . þú hefur þó ekki í
hyggju að fara einn út í skipið? Það væri
óðs manns æði.“
„Verið rólegir, félagar. Þeir gera mér ekk-
ert illt, nrér aumum bónda, sem aðeins vill
verzla við þá. En verið reiðubúnir. Undir
eins qg þið heyrið mig flauta, raannið þið
þrjá báta og róið af öllum mætti að skip-
inu, en eins hljóðlega og mögulegt er. Þið
skiljið mig?“
„Já,“ svöruðu þeir einum munni.
Stuttu síðar var Björn horfinn.
Afeð sterkum áratogum réri hann í átt-
ina til stóra skipsins, en þar gat að líta for-
vitin andlit gægjast yfir borðstokkinn.
Ahöfnin hafði tekið eftir honum og gat
sér til, hver gesturinn mundi vera og hvert
erindi hans væri.
„Hver ert þú?“ hrópuðu hásetarnir, þeg-
ar Björn var kominn að skipinu.
„Gvendur á Fjalli," svaraði hann. „Má ég
korna um borð Ég er hérna með ýmsar vör-
ur í pokanum mínum.“
Skömmu síðar var Björn kominn upp í
skipið. Hann leit athugulum augum kring-
um sig. Þetta var fallegt skip. Sannarlega
girnilegt herfang.
Ekki leið á löngu þar til verzlunin var í
algleymingi. Áfergjan var mikil. Hásetarnir
voru ekki lengi að uppgötva, að þessi
ókunni verzlunarmaður var ekki með öll-
um mjalla og bar ekki fremur skynbragð á
SKÁTABLAÐIÐ
En þegar þeir voru kornnir hálfa leið, dró
Björn uþp hníf og skar á reipið.
verzlun en kötturinn, og sjómennirnir
voru ekki seinir til þess að hagnýta sér það.
Og bráðlega var allt innihald pokans selt.
„Hcfur þú aldrei stigið fæti á skip sem
þetta?“ spurði einn hásetinn, sem leit á
áhuga verzlunarmannsins sem einskæra for-
vitni.
Björn hristi höfuðið.
„Hvað er þetta?“ spurði hann, um leið
og hann benti á sigluna. „Til hvers er
þetta notað?“
Hásetarnir hlógu dátt. En livað hann var
heimskúr!
„Ég skal segja ykkur, ég kem langt innan
úr sveitum," útskýrði Björn. Það, sem næst
vakti athygli hans var skipspallurinn og
95