Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 33

Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 33
vitað hafði hann farið nærri um, að þetta mundi vera hann. Tumi var alltaf að reyna að gera honum eitthvað til rniska. Hann tók húfuna upp, dustaði af henni, og setti hana upp aftur. „Bíddu þangað til ég hef hendur í hári þínu, Tumi Hákonar," sagði hann. „Eg skal láta þig fá duglega ráðningu!" „Oho!“ hreytti Tumi út úr sér og var heldur fruntalegur. „Litlu ylfingaveimiltít- urnar geta enga ráðningu gefið mér!“ Simrni átti erfitt með að kyngja. „Ylfingar eru engir aukvisar," sagði hann og kenndi hita í rómnum. „Þér þótti að minnsta kosti betra en ekki að eiga ylfinga að einu sinni.“ Þarna hafði Simmi komið við snöggan blett á Tuma, því að lionum var þvert um geð að minnast þess, er Simmi bjargaði lífi hans, þá er hann datt og hjó sig illa á höfði. „Já, var ekki ofurlítið hetjubragð að ykkur þá?“ sagði hann. „Af frví að þið eltuð mig á röndum og hröktuð fram af brún- inni á malargryfju og létuð það svo heita svo, að mér liefði blætt til ólifis, ef þið hefðuð ekki bundið um meiðslin. Svo hlut- uð þið allra hrós. Jæja, í næsta skipti kýs ég heldur að láta mér blæða til ólífis. Ég kæri mig ekki hót um, að neinar hetju- nefnur séu að káfa á mér. „Við erum ekki hetjur," sagði Simmi, „en hvað sem því líður, gætir þú lært að búa um sár og með því unnið gagn, ef þú vildir slást í liópinn með okkur ylfingum.“ „Ég hef skemmtilegri félaga en þessi ylf- ingahró,“ sagði Tumi og glotti liáðslega. Honum var svo mikið í mun að gorta, að hann gætti þess ekki, að hann var að ljósta upp leyndarmáli, sem gætt hafði verið með stakri varúð. „Ég og allir liinir strákarnir erum í virðulegu stigamannafélagi. Rauða loppan heitir félag okkar, og við ritum nöfn okkar undir félagssamþykktir með blóði, og lrjá okkur er enginn skortur ævintýra! Hæ, það eru nú ævintýri í lagi!“ Það lrlakk- aði í Tuma. Simmi glennti upp augun. Þetta var þá ástæðan til þess, að hinir drengirnir feng- ust ekki til þess að ganga í félag með þeim. Hann ákvað að reyna að kvnna sér þetta mál öllu ger. „Hvað gerir sá hinn mikli ílokkur ykk- ar?“ spurði hann. Tumi deplaði augunum. „O, það er nú sitt af hverju. Kjörorð okkar er: „Ekkert gengur Rauðu loppunni úr greip,“ og sérliver verður að gangast undir að angra einhvern daglega. Þetta er að sínu leyti ekki ósvipað og hjá yllinga- bjálfunum, nema hvað þeir lofa að gera „greiða“ dag hvern eins og þeir væru ein- hverjir smáenglar.” „Ég þori að fullyrða, að þið þorið ekki að gera ncinunr neitt verulega til miska,“ sagði Benni. „Nei, ekki? Hver lét öll hænsni ekkjunn- ar hans Hjálmars út á beitiland? Hver fór með liundinn lians Brynjólfs Tryggvason- ar út á engi og olli því að hann fór í kind- urnar? Hver tók stigann frá húsi Sæmund- ar Marteins, rneðan hann var að festa loft- netið á þakið, en það varð til þess, að hann fékk að dúsa þar klukkustundum saman, áður en nokkur heyrði til hans?“ Tumi gat ekki varizt hlátri, er hann rifjaði þetta upp. „Jæja, ef það hafa verið kumpánar þín- ir, sem stóðu fyrir jiessu, finnst mér þið vera auðvirðilegir," sagði Simmi reiðilega. „Og við munum koma í veg fyrir svona uppátæki, sjáið þið bara til!“ „Ha! ha!“ Tumi hló meinlega. „Ég ef- ast ekkert urn, hverjir bera munu sigur frá borði, ef ylfingarnir fara að slást upp á Rauðu loppuna. Þið ættuð bara að reyna SKÁTABLAÐIÐ 113

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.