Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 14
MAÐUKINN í MASTRINU eftir K. MAGLEBY SÖRENSEN. Sólin var að ganga til viðar. Hægur and- vari blés úr vestri og bylgjurnar földuðu hvítu. Langt í austri mátti sjá fjallhryggi Noregs teygjast til himins. Lítil skúta skar öldurnar. „Halló!“ hrópaði varðbergsmaðurinn til skipstjórans, sem stóð við stýrið, „land fyrir stafni.“ Skipstjórinn bað einn hásetann að taka við stjórn og gekk síðan fram á skipið og athugaði landsýn. Þetta var Noregur, það vissi hann, en þess leitaði hann ekki. Hann leitaði að skipi, stóru skipi með þöndum seglum! En nú höfðu þeir siglt alla leið frá Færeyjum og ekki svo mikið sem séð siglutopp á skipi. Skipstjóri þessarar litlu skútu var Björn barkarbani, frægasti sjóræningi 16. aldar, enda þótt hann hefði talið Friðriki II. Danakonungi trú um það, að hann væri friðsamur verzlunarmaður, sem af dyggð þjónaði landi sínu, og sem þar af leiðandi átti heimtingu á vernd hans! Skyndilega greip Björn í handlegg jress, sem hjá honum stóð. „Sigurður," sagði hann fullur áhuga. „Sjáðu.“ Hann benti til lands. Sigurður kipraði augun og horfði i sömu átt. „Segl!“ hrópað ihann. „Það skyldi þó aldrei vera .. . ætli Jrað geti verið hann . ..?“ „Það vitum við bráðlega," sagði Björn. Og það leið heldur ekki á löngu, áður en hann var þess fullviss, að þetta skip var ein- mitt \rd<S, sem hann hafði lengi leitað að. Það hafði áður komizt tindan, en nú lá Jrað þarna við akkeri um eina sjómílu frá ströndinni. „Þetta er feikna stórt skip,“ sagði Sig- urður. „Ekkert skip er of stórt fyrir Björn bark- arbana og menn hans! Vor náðugi konung- ur hefur lengi haft horn í síðu Einars skip- stjóra — og |).að myndi án efa skemmta hans hátign og rnilda dóm hans yfir okkur, ef við nú gætum framkvæmt það, sem okk- ur liefur áður mistekist." „Við getum ekki borið þá ofurliði í orr- ustu,“ sagði Sigurður og varð hugsi. „Nei,“ sagði Björn hlæjandi. „Ég hef heldur ekki hugað mér að ganga til atlögu á þann hátt.“ í skjóli myrkurs, sem óðurn skyggdi yfir, heppnaðist Birni að ná landi, án þess að óvinirnir sæju til ferða hans. Hann lagði skipinu í lítilli vík, bak við klettadrang. Þegar því var lokið, gekk Björn einn á land og livarf milli klettanna. Enginn spurði, hvert lrann ætlaði, þeir Jiekktu hann. Björn var ekki vanur að segja mikið, en þeir þótt- ust vita, að hann hefði eitthvað fyrir stafni. og einnig það, að ekki Jrýddi að spyrja. Við sólarupprás næsta morgun kom Björn aftur. Fyrst í stað þekktu skipsmenn hann ekki og héldu hann norskan bónda, sem af forvitni sinni hefði komið út í skipið. Stýrimaðurinn var í þann veginn að reka hann í land, en Jtegar hann leit brosandi 94 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.