Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 20
I sraíðum er nú nýtt skólahús, en þvt verki miðar hægt. Á Laugarvatni eru glæsileg skilyrði fyrir skólasetur. Auk hins fagra útsýnis, senr fyrr er lýst, eru ágætar skíðabrekkur, grunnt stöðuvatn til róðra og skautaíþrótta, úr iðr- um jarðar sprettur upp sjóðandi vatn og gufa. Með heita vatninu eru hituð upp öll hús staðarins, vatn í sundlaug, böð og öll hreinlætistæki, en gufan er notuð til suðu og baða. Kol ltafa aldrei sézt liér og til skamms tíma heldur ekki olía til ljósa eða hitunar.Frá vatnsaflsrafstöð hefur staðurinn verið lýstur og einnig er eldað við rafmagn ásarnt gufunni. Jarðhitinn sparar nreira í rekstri en tölui fá lýst. Þetta verður að nægja um sjálfan staðinn. Um skólastarfið verður aðeins örstutt frá- sögn. Laugarvatnsskólinn er samskóli pilta og stúlkna og hafa verið í skólanum um 2000 nemendur alls. Bekkir héraðsskólans eru þrír. Nemendur eru frjálsir að því hve marga vetur þeir dvelja í skólanum. Sumir eru aðeins einn vetur og fara síðan ýmist í aðra skóla eða hætta námi. Úr 2. b. er lokið svokölluðu héraðsskólaprófi, en úr 3. b. gagnfræða- eða landsprófi. Einnig kennum við undir próf í menntaskóla Reykjavíkur. Ef allt gengur að óskum ganga nemendur frá Laugar- vatni undir stúdentspróf 1952. Hvað sem líð- ur áhrifum kennaranna á unga fólkið, sem hér hcfur numið, er fullvíst, að kostir stað- arins hafa veitt því ný og mikilsverð sjónar- mið og þroska. Allt er gert, sem auðið er til að nemendur haldi bindindi á tóbak, en áfengi er eigin- lega aldrei nefnt, allir líta á vínnautn í skóla sem algerða fjarstæðu. Nokkrir skátar eru rneðal nemenda og starfa þeir með heimafélaginu ,,,Dalbúi“. ! Skátamót Vestfjarða 1950. Gunnar H. Jónsson, aðstoðarfélagsforingi skátafélagsins Einherjar Isafirði, leit inn tii ritsjóra Skátablaðsins fyrir skömmu og gaf m. a. eftirfarandi upplýsingar um Vestfjarðamótið. Skátamót Vestfjarða var haldið í Seljalands- dal í Álftarfirði dagana 2.-7. ágúst s. 1. kringum 1 i/£ kl. stunda sjóleið frá ísafjarðarkaupstað. Mótið var sameiginlegt fyrir drengi og stúlkur. Mótsgjald var kr. 150. fyrir manninn að með- töldum ferðakostnaði. Mótsstaðurinn var ríijög skemmtilegur, og var margt til skemmtunar, svo sem róið á kajök- um, stunduð silungsveiði, sund, knattleikir og allsherjar næturleikur, sem naut sín ekki fylli- lega sökum rigningar. Ennfremur voru haldn- ir 3 varðeldar. Eldamennska var sameiginleg. Þátttakendur voru 69 alls frá eftirtöldum félög- um: Samherjum, Patreksfirði, Útherjum, Þingeyri, Gagnherjum, Bolungarvík, Dalherjum, Hnífs- dal, Skátafélagi Reykjavíkur og Kvenskátafél. Reykjavíkur, Dalbúum Laugarvatni og Valkyrj- an og Einherjar, Isafirði, sem stóðu fyrir mót- inu. Starfaði 10 manna nefnd frá félögunum á ísafirði, að undirbúningi mótsins. í mótstjórn voru: Jón Páll Halldórsson, mót- stjóri, Þórarinn Helgason og Helga Þórðardótt- ir. Að öðru leyti vísast til greinar frú Eddu Jóns- döttur, varam. í stjórn Bís, um Vestfjarðamótið, sem birtist á öðrurn stað'í blaðinu, en hún sótti mótið í sumar. Eyrarbakka ferS. Þeir Eiríkur Jóhannsson, skátaforingi úr Hafnarfirði og Björgvin Magnússon skólastjóri Úlfljótsvatni, fóru í heimsókn til Birkibeina á Eyrarbakka, fyrir tilhlutan Bís, og dvöldu þar vfir helgina 4.-5. nóv. Þeir liéklu fundi nteð skátunum þar, æfðu söngva o. fl. Félagsforingi Birkibeina er séra Arelíus Níelsson. T 00 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.