Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 17
Hinn þekkti skátaforingi og rithöfundur
William Hillcourt, sem ritað hefur m. a.
amerísku skátabækurnar „Handbook for
Patrol leaders" og „Handbook for scout
masters", skrifar mikið í ameríska skátablað-
ið „Boys Life“. Hér fara á eftir nokkrir
leikir, sem hann skrifar um í „Boys Life“:
Einvigi.
Tveir skátar standa andspænis hver öðr-
um, og taka sér þannig stöðu á gólfinu að
þeir séu sem stöðugastir. Þeir grípa um ca.
5 feta langt prik eða skátastaf báðum hönd-
um, þannig að vinstri hendin sé innan við
hægri hönd keppinautsins. Þegar merki er
gefið, reynir hver um sig að láta endann á
stafnum nema við gólfið á hægri hlið. Tvis-
var af þremur vinnur.
Tumi nýliði.
Veldu þann skáta úr flokknum, sem er
snjall að koma fyrir sig orði, og klæddu
hann eins og nýliða. Láttu hann koma inn
með tösku fulla af ýmsu dóti, sem nýliðinn
lætur sér detta í hug að hafa með sér í úti-
legu. Þegar hann hefur tekið allt upp úr
töskunni, þá felur þú það, en lætur flokkinn
skrifa upp það, sem þeir muna af útbúnaði
Tuma.
Sh.rítltir.
Drengur við bónda: Viltu lána mér hross?
Hvað langt? spurði bóndi.
Það lengsta sem þú átt, því við erum
fjórir, svaraði drengur.
★
Viðskiptavinurinn: Þjónn, hvað er þessi
fluga að gera í súpunni minni.
Þjónninn: Hún er að synda — herra.
SKATABLAÐIÐ
97