Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 16
reiðinn. Björn var umkringur hásetum þar
sem hann spígsporaði á dekkinu.
„Má ég klii'ra upp?“ spurði Björn, þegar
hann hafði fengið að vita lil lrvers siglan
\ ar notuð.
flásetarnir litu svo á, að það hlyti að
verða gaman að sjá, hvernig hann bæri sig
að og s<)gðu, að hann mætti það.
Brátt sat Björn á skipspallinum. Þaðan sá
hann yfir allt skipið.
,,Hæ!“ hrópaði liann, ,,hér sit ég örugg-
ur sem á hestbaki. Nú skulum við skemmta
okkur.“ Um leið stakk hann höndum í vasa
sinn og kom þaðan með handfylli af smá-
steinum, sem liann byrjaði að kasta á há-
setana. Þeir urðu undrandi og fannst nú
gamanið fara að grána. Þeir höfðu í hót-
unum við hann og sögðu honum að koma
niður, en Björn hló bara og hélt áfram að
kasta steinum á þá. Smám sanran urðu
steinarnir stærri. Surnir þeirra komu í höfuð
hásetanna og bráðlega var dekkið autt. Allir
leituðu hælis fyrir þcssum óða grjótkastara,
sem öruggur sat á „hesti“ sínurn.
„Jæja, piltar," hrópaði hann glaðlega,
„er ekki lengur gaman að leiknum?"
Loks voguðu tveir hásetarnir sér fram úr
fylgsnum sínum og byrjuðu að klifra upp
reiðann, án þess að hirða hið minnsta um
stcinana, sem á þeim dundu. Nú skyldi
leiknum ljúka. En þegar þeir voru komnir
hálfa leið, dró Björn, sem hafði verið öllu
viðbúinn, upp hníf og skar á reipið, sem
batt reiðann við mastrið. Með ópum og
óhljóðum skullu hásetarnir tveir niður á
dekkið.
Skipstjórinn, sem komið hafði út úr klefa
sínum, lyfti ógnandi höndum móti Birni. en
hann hló því meir. Stuttu síðar byrjaði
hann að blása í flautu sína.
„Hvað á þetta að þýða,“ hrópaði skip-
stjórinn.
„Mér finnst þurfa að lífga upp á sam-
96
kunduna með ofurlítilli músík,“ svaraði
Björn og hélt áfrarn að blása í flautuna.
Svo viðbundin hafði áhöfn skipsins ver-
ið t ið ganrla manninn í siglunni, að eng-
inn tók eftir þremur smábátum, sem leiftur-
ört, en nærri hljóðlaust nálguðust. Aðeins
Björn hafði tekið eftir þeim, og hann brosti.
Svo óvænt og skyndilega gengu sjóræn-
ingjarnir um borð, að áhöfnin gafst upp
skilyrðislaust.
Með sigurbros á vörurn stakk Björn flaut-
unni í vasann og renndi sér niður reiðann
— ekki lengur hálfvitlaus verzlunarmaður,
heldur víkingurinn og sjóræningjaforing-
inn Björn barkarbani. Ókunni skipstjórinn
fylgdi honum með augunum og það var
ekki laust við aðdáun í svip lians yfir þessu
kæna bragði Björn barkarbana.
Áhöfnin fékk leyfi til að róa í land í
nokkrum smábátum, en Björn og menn
hans sigldu burt rneð fullum seglum, og
hið stóra skip flevtti öldurnar með Björn
barkarbana við stýrið.
Arnbjörn Kristinsson íslenzkaði
úr „Spejder Jul“.
Felumynd.
Hvar er þriðji Arabinn?
SKÁTABLAÐIÐ