Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 23
keyrslu, í tveggja hæða strætisvagni kom
ég svo loks til Chingford. Nú bjóst ég auð-
vitað við, sem vonlegt var, að þar væri nú
skátinn og biði mín.
En það var nú öðru nær. Strætisvagninn
stöðvaðist fyrir utan gamals dags veitinga-
hús og fór ég þar út. Ég skimaði í allar átt-
ir eftir skátanum, sem átti að taka á móti
mér, en ég kom ekki auga á neinn. Er ég
hafði beðið þarna um klukkustund, gláp-
andí út í loftið, eins og asni, heyri ég af
einskærri tilviljun, að stúlka nokkur spyr
mann, sem seldi rjómaís, þarna rétt hjá,
hvort hann ekki hefði séð korna með stræt-
isvagni hingað erlendan skáta o. s. frv.
Datt mér strax í hug að ske kynni, að ég
væri sá sem hún níeinti, og gekk til hennar
og spurði, hvort það gæti ekki verið ég, sem
hún var að spyrja um, sagðist ég vera frá
Islandi og eiga að fara á Gilwell. Kom þá
upp úr kafinu, að svo var. Hafði luin verið
búin að leita að mér allann tímann og bú-
izt auðvitað við því, að ég væri í skátabún-
ingi en ekki venjulegunt jakkafötum. Þar
af leiðandi hefði hún farið á mis við mig.
Þessi stúlka, sem var aðalráðskonan á Gil-
well bað mig að koma með sér að grænmál-
uðum sendiferðabíl, sem hún var með, og
setjast upp í og ók því næst af stað. Við
ókum eftir mjóum malbikuðum vegi, sem
hét Bury road, og voru nokkur einbýlishús
meðfram honum. Eitt þeirra vakti eftirtekt
mína, svo ég spurði stúlkuna hvaða hús
þetta væri, sagði hún að það hefði verið
byggt á fyrstu stjórnarárum Elizabetar
drottningar, sem veiðimannakofi fyrir hirð-
ina. Nú væri þetta litla hús notað sem safn-
hús, sem geymdi minjar frá þeim tímum.
Er við nú höíðum ekið um stund var beygt
á vinstri hönd inn á ennþá mjórri veg en
við fórum af. Meðfram þessum vegi voru
há tré af mörgum tegundum, sem mynduðu
eins og veggi til beggja handa. Eftir þessum
Gilwelhkóli.
vegi var ekið stuttan spöl, þar til komið var
að aðalhliðinu. Er það rammgert eikarhlið,
sem starfsmennirnir á Gilwell hafa gert í
tómstundunl sínum. Ég fór út úr bílnum og
opnaði hliðið. Stúlkan sagði, að ég skyldi
láta það standa opið, því að hún þyrfti að
fara strax aftur til Cliingford. Ég settist
upp í aftur og við ókum af stað. En nú
var það ekki langt, því allt í einu kom í
ljós alveg eins og ævintýrahöll, aðalhúsið á
Gilwell, sem er kallað ,,The Hall“. — Ég
var kominn á leiðarenda. Þetta var Gillwell.
Gleðileg jól!
Bandalag
ÍSLENZKRA SKÁTA
SKÁTABLAÐIÐ
103