Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 11

Skátablaðið - 01.12.1950, Síða 11
+ hjartans, fyrr en þeir sjá dýrð hennar yfirgnæfa sinar eigin stjörnur. Þá frelsar sú dýrð frá ?nyrkri lyginnar og stormum. hatursins. Skátar, unga fólk, þegar þið gleðjist yfir gjöfum jólanna, þá gleymið ekki Ijóma jólastjörnunnar, brosljúfu frelsi frá augum Jesú. Allt, sem við köllum menningu, allt, sem nefnist frelsi og framfarir er í rauninni runnið frá þeim, sem eiga Ijóma jólastjörnunnar í huga sínum, loga hennar í lijarta sinu. Hinir siðugu sþekingar, visindamenn, lœknar, upþfinningarfrömuðir og mannvinir hafa slegizt i fylgd með vitringum Austurlanda í hinni eilífu le.it og þrá eftir rneira Ijósi um brautir mannanna. Skáld og snillingar hafa varðveitt þá einleegni hjartans, þá trú og víð- sýni, sem smalarnir i fíetlehem voru svo auðugir af. Hvorir tveggja sjá dýrð jólastjörnunnar og flytja hana til annarra. Við gœtum því eygt glit hennar i hvérju rafljósi, sem bœgir brott myrkrinu, hverju nýju lyfi, sem leysir frá þraut- um og þjáningum, og hverju listaverki i litum, hljómum eða orðum, sem flyt- ur hjörtunum unað og gleði. Allt eru þetta gjafir vitringanna handa þeim sem nú Uggja i vöggu, handa framtið mannkynsins. Og jólastjama kœrleiks og vona vakir yfir hverju ný- fœddu barni. An trúar á, að svo sé verða jólin ekki framar jól, lieldur markaðs- hátið skrumara og tildurmenna .Trúin á guðseðli hvers einasta barns er uppi- staðan i hamingjuvoð mannkynsins. Jólastjarnan er ekki úti i órœðum geirnnum. Hún er Ijómi sannleikans í augum þinum og logi kœrleikans i hjarta þinu. Viltu veita þeim Ijóma og loga æðstu þjónustu og dýpstu lotningu sálar þinnar. Þá gefur þú heimili þínu og heiminum öllum óskar öllum lesendum sinum gleði- legra jóla og farsæls nýárs — og þakk- ar samstarfið á árinu, sem er að líða. Strengjum þess heit að vera samtaka i öflugu skátastarfi árið 1951. ♦ SKÁTABLAÐIÐ 91

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.