Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 26
Kæru skátastúlkur!
Hugsið þið ykkur nú bara. Nú er amma
gamla vöknuð til lífsins aftur.
Þið hafið nú líklega haldið, að ég væri
löngu dáin og grafin eða kannske farið til
Ástralíu með honum Vilbergi. Nei, ekki al-
deilis. Gainla konan er í fullu fjöri ennþá.
Þetta fór allt út um þúfur, þegar Vilbergur
hætti við Skátablaðið. Nýi ritstjórinn þekkti
mig ekki, en svo fór hann að leita að
„ömmu gömlu“ til þess að fá hana til að
skrifa ykkur. Ég satt að segja saknaði ykkar,
og langaði til að skrifa ykkur aftur, og hér
er ég nú komin. Mikið hefur nú sjálfsagt á
dagana drifið bæði hjá ykkur og mér síðan
síðast, er þið fenguð bréfin frá mér. Fyrst
vil ég nú þakka ykkur öllúm, sem hafið
skrifað mér; en mig langar til að fá fleiri
bréf frá ykkur. Svo nú vil ég biðja ykkur
að vera nú cluglegar að skrifa mér og segja
mér fréttir og spyrja mig ráða, ef þið haldið,
að ég geti eitthvað hjálpað ykkur.
Nú langar mig til að minnast á eitt vanda-
mál, sem nokkrir foringjar hafa skrifað mér
um, og er sjálfsagt vandamál víðar en hjá
þeim. Þær kvarta undan því, að flestar stúlk-
urnar hætti að skrifa, þegar þær byrji í gagn-
fræðaskólum eða öðrum æðri skólum. Þær
beri því við, að þær hafi engann tíma og
jafnvel rnargar taka það fram, að foreldrar
þeirra séu á rnóti því, að þær starfi á með-
an þær eru í skóla. Ykkur finnst nú þetta
kannske ekki skemmtilegt umtalsefni, en
stúlkur mínar þetta verðum við nú að tala
um samt, og reyna að finna ráð við því. Mér
datt nú i hug ráð, ef einhver vildi taka það
til athugunar og reyna það. Það er að láta
þessar stúlkur allar í sér flokk eða sveit, sem
hefði sjaldnar fundi heldur en hinir starf-
andi flokkar. Þeim væri slept við nefndar-
störf og foringjastöður, þær væru semsagt
hálfgildir meðlimir, en þó svo að áhugan-
um væri haklið vakandi. Væri meiri líkur
til, að svoleiðis félagar myndu byrja að
starfa að námi loknu, heldur en hinar, sem
algerlega losnuðu úr tengslum við félagið
og skátastarfið.
Það eru margar stúlkur, sem hafa starfað
öll sín skólaár, meira að segja sem foringjar
og bæði verið duglegir foringjar og góðar
námsmeyjar. Já stúlkur mínar. Það verður
hver og einn að gera eins og hann getur.
Því, að „af þeim, sem mikið hefur verið
gefið, verður mikils krafist.“ Þið skiljið
þetta ef til vill ekki, það þýðir, að sá, sem
hefur fengið mikla hæfileika á að nota þá
vei, og það fer eftir gildi hvers manns, hve
miklu hann getúr afkastáð, og hvernig hann
fer með hæfileika sína.
106
SKÁTABLAÐIÐ