Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 18
LANDSLAGSMYNDIR OG SÖGUSTAÐIR
5:
LAUGAMVATN.
Eftirfarandi kafla hefur Bjarni Bjarnason,
skólastjóri, Laugarvatni, samið fyrir Skáta-
blaðið.
Hreppapólitík hafði tafið skólastofnun
á Suðurlandi í 50 ár, þegar loksins var liöggv-
ið á hnútinn og Laugarvatn valið sem
skólasetur. í raun og veru var staðurinn
sjálfkjörinn vegna náttúrugæða og fegurðar.
Á eina hliðina er skógivaxin fjallshlíð, á
aðra grunnt stöðuvatn og í suðurátt blasa
við í fjarska: Hekla, Tindafjöll og Eyja-
fjallajökull, en nær Mosfell, Vörðufell og
Hestfjall. Auk fegurðar og náttúrugæða er
Laugarvatn frábær kostajörð til búskapar.
Víðáttumikið gott land og silungsveiði.
Gantli vegurinn milli Þingvalla og Geysis
liggur um Laugarvatn. Þessi leið er ein
liin fegursta á landinu, enda fjölfarin áður
fyrr. Þau lijónin Böðvar Magnússon hrepps-
stjóri og Ingunn Eyjólfsdóttir áttu jörðina.
Ofl hafði þeim verið boðið mikið fé í hana,
en aldrei vildu þau selja hana.
Þegar til þess kom, að Laugarvatn yrði
valið sem skólasetur, vildu þau hjónin ljá
því máli eyru og loks varð það úr, að þau
seldu jörðina með mjög sanngjörnu verði,
en með því skilyrði að reistur yrði þar æsku-
lýðsskóli. Þannig varð Laugarvatnsskóli til
1928. .Það ár voru reistar tvær burstir og
fyrsta árið aðeins 24 nem.
Næsta ár var bætt við fjórum burstum
og sundlaug. 1930 var keyptur í lieykjavík
sýningarskáli þjóðháðtíðarinnar. Nemend-
ur Laugarvatnsskóla rifu skálann, fluttu
hann austur og reistu hann við vatnið á
Laugarvatni. Þetta hús var notað hátt á
annan áratug til íþróttakennslu eða þar til
nýja íþróttahúsið var reist við sundlaugina
hjá aðalskólanum. Nú er húsið iðjuver.
Fyrrum steyptu nemendur steina til hús-
bygginga. Þannig lögðu þeir drengilegt lið
til þess, að komizt yrði yfir byrjunar erfið-
leikana. Á hverju ári veita nemendur ein-
hverja hjálp enn í dag. Smátt og smátt hefur
húsum íjölgað þannig, að nú búa hér f2
fjölskyldur auk margra einhleypra starfs-
manna, og skólarnir þrír: héraðsskólinn,
Iþróttakennaraskóli íslands og Húsmæðra-
skóli Suðurlands, rúrna nú bráðlega um
250 nemendur.
Til þess að prýða og bæta staðinn hefur
þegar verið ræktað um 35 ha. tún, fóðrar
það 40—50 kýr 200 fjár og nokkra hesta.
Grænmetis- og kartöflugarðar eru stórir og
urn 1000 ferrn. gróðurhús. Á sumrum er
rekið gistihús og er þá sérstakt land ætlað
ferðafólki, sem vill tjalda. Oft eru ýmis
konar námskeið vor og haust.
Sumarið 1947 skeði það mikla óhapp, að
burstirnar brunnu. Sett var flatt þak á hús-
ið og við það situr enn. Flestir Laugvetn-
ingar munu sakna burstanna, þær fóru svo
vel undir hlíðinni. Enginn veit livort þær
verða endurreistar, en það er vilji margra
vina Laugarvatns.
98
SKÁTABLAÐIÐ