Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Side 4

Skátablaðið - 01.02.1985, Side 4
 SKJALA- ÞÝÐINGAR Nú er frost í höllinni. Þegar vinnsla þessa blaðs stóð yfir lokaði hitaveitan fyrir heita vatnið í skátahúsinu á Snorrabrautinni vegna skulda. Það skal því engan undra að hér í blaðinu kveði við nokkuð (s)kuldalegan tón á stundum. Von- andi hefur leyst úr þessum málum núna þegar blaðið er komið út annars er hætt við að Bandalagið þurfi að ráða skjalaþýðendur með vorinu. Ertu með fjallaregl- urnar á hreinu? Ef svo er ekki þá geturðu annað hvort lesið Skáta- blaðið eða keypt þér Valencia súkkulaði. Þeir hjá Landssambandi hjálparsveita skáta fengu þá hjá Freyju til að setja Fjallareglurnar með stóru effi á súkkul- aðið hjá sér (umbúð- irnar altso). Nú geta semsagt allir farið í úti- legu með reglulegt súkkulaði og orkuríkt. 3. FVLöSTU VEL MEÐ VEÐURÚTLITI OG VEÐURSPÁ Vestfirskir, sem og norðlenskir skátar hafa afýmsu tilefni látið kynskiptingu lönd og leið. Hér er hluti af starfsliði Fjóðrungsmóts Vestfjarða '83 Stefnan í skátajafnréttinu er Norð-Vestur Jafnréttissinnaðir skátar hafa oft furðað sig á því af hverju það séu kynskipt skátafélög á Isafirði og Akureyri. í gegnum tíðina tilraunir til sameiningar kynjanna (þ.e.a.s. skáta- félaganna) en ekki gengið einhverra hluta vegna. Nú heyrum við að hreyf- ing sé á þessum málum bæði á Akureyri og ísa- firði. Dróttskátarnir á báðum stöðunum hafa starfað saman undanfarin ár og á ísafirði verið í sömu skátasveitinni. Á ísafirði hafa Einherjar og Valkyrjan sama skáta- heimilið, starfa saman á hátíðisdögum .s.s. við 17. júní undirbúning. Það er þó náttúrlega eitt sem félögin hafa ekki sameigin- legt og það er nafnið, það þyrfti væntanlega að sam- eina líka? Hvernig líst ykkur á Einkyrjan eða Valherjar? Á Akureyri hafa raddir um sameiningu orðið háværari eftir því sem bær- inn hefur stækkað. Félögin hafa fengið sameiginlegt húsnæði út í þorpi auk þess sem þau hafa Hvamm sameiginlega. Þar voru um daginn haldnir tveir fundir á sama tíma - foringja- ráðsfundir Valkyrjunnar og Skátafélagsins. Á eftir var svo haldinn þriðji fundurinn með fulltrúum af báðum fundunum til að samræma starfið. J 4 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.