Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Page 14

Skátablaðið - 01.02.1985, Page 14
Benjamfn Axel framkvæmdastjóri í viðtali um ár æskunnar Viðtal: Þór Ingi Daníelsson Ljósmynd: Jón Halldór Jónasson Pað hefur ekki farið framhjá neinum að akkúrat núna, á þessari mín- útu er Æskulýðsár. Sum okkar eru að átta sig á því núna meðan aðrir lifðu og hrærðust í undirbúningi ársins stóran hluta fyrra árs. Einn þeirra sem tilheyrir seinni hópnum er Benjamín Axel Arnason, fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta (BÍS). Við lögðum leið okkar á kontór hans í Skátahúsinu til að leggja nokkrar spurningar fyrir hann. Til að vera gagnrýnir að hætti góðra blaðamanna spurðum við hann fyrst hvort eitthvað gagn væri í þessu Æskulýðsári. Mér finnst nú öll ár til bóta, hvort heldur þau eru tileinkuð börnum, vatni, plöntum, æsku eða bara líf- inu sjálfu. Því á hverju ári verður okkur eitthvað ágengt og reynsl- unni ríkari. Hvað þetta ár varðar held ég að það verði til bóta, í það minnsta fyrir þau félagasamtök sem að æskulýðsmálum vinna því það er tvennt sem þau hafa mesta þörf fyrir, fjármagn og kynningu. Alþjóðaárið getur orðið stórt stökk til aukinnar kynningar á starfsemi æskulýðsfélaga og ég er viss um að BÍS mun hagnast á því. Skátar hafa tekið virkan þátt í stefnumótun ársins Hver er hlutur BÍS í stefnu- mótun Alþjóðaársins? Bandalagið hefur tekið virkan þátt í heildarundirbúningi ársins og hefur því haft veruleg áhrif á stefnumótun þess. Það er þó ekki þar með sagt að allt hafi runnið í þann farveg sem við hefðum óskað. Ég sit í nefnd Æskulýðsráðs Reykjavíkur vegna Alþjóðaársins og þar að auki hef ég sótt ráð- stefnu hjá Æskulýðsráði Ríkisins, Norrænafélaginu, Æskulýðs- sambandi íslands, Evrópuráðinu í Strasbourg, Framkvæmdanefnd Menntamálaráðuneytisins og fleirum vegna undirbúnings að ár- inu. Þá má geta þess að við höfum frá upphafi átt fulltrúa í Fram- kvæmdanefnd alþjóðaárins. Evrópubandalög skáta sameinuð í undirbúningi ársins Hvernig hefur undirbúningi BÍS verið háttað? Við byrjuðum nokkuð snemma, eða í febrúar 1982, að leita upplýsinga um hvað skátar í öðrum löndum hyggðust gera í til- efni ársins. Nokkrum mánuðum síðar fóru að berast gögn frá Evrópu- bandalögunum, það er skemmti- legt að geta sagt frá því að þetta 14 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.