Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 15
er í fyrsta skipti sem Evrópu-
bandalag kvenskáta og drengja-
skáta sameinast í svo stóru verk-
efni sem þessu.
Undirbúningurinn hefur miðast
við að vinna úr þeim gögnum sem
hafa borist og koma þeim áleiðis.
Gífurlegt pappírsflóð hefur
dunið yfir skrifstofuna erlendis
frá vegna undirbúnings, ég gæti
trúað að það væru á milli 4 og
5000 lessíður allt í allt.
Annars er best að sjá árangur
undirbúningsins á þeim verkefn-
um sem boðið er uppá.
Hvaða verkefni eru það sem
BÍS verður með?
Þegar hafa verið ákveðin 16
stórverkefni sem koma til fram-
kvæmda á árinu. Það er margfalt
á við það sem önnur æskulýðsfé-
lög hafa á takteinum og í beinu
sambandi við það hvað við vorum
langt undan með allan undirbún-
ing. Verkefnin skiptast í grófum
dráttum í útgáfumál, þjálfun,
þjónustu við almenning, þróun
skátaverkefna og síðan undirbún-
ing áframhaldandi starfs.
Fjölbreytni í útgáfumálum
og nýtt námskeiöaform
í útgáfumálum höfum við fjór-
þætt markmið. Þrennt er þegar
komið til framkvæmda, en það er
útgáfa veggspjalda með starfshug-
myndum vegna æskulýðsársins og
síðan starfsáætlun BÍS fyrir árið,
en það er til að eldri starfandi
skátar geti betur fylgst með og
tekið þátt.
Þá kemur fréttabréf eldri skáta
reglulega út á árinu. Síðast er
stefnt að fullkominni tölvukeyrslu
á félagaskrá BÍS.
Reynt verður nýtt námskeiða-
form, þ.e. stutt og hnitmiðuð
sérnámskeið.
Þá verður á árinu stofnaður
Vetrarskátunarskóli á norður-
landi. Tilraunastarf með nýja
skátadagskrá verður sett í gang
með haustinu, en það er þróun
sem við verðum að hlúa vel að
með útgáfu og aðstoð.
Einnig verður tekið upp skáta-
starf fyrir 6-8 ára börn. Börn á
þessum aldri hafa svo sem verið í
skátastarfi og þá fengið að koma
inn áður en reiknað er með. Með
þessu verður þetta starf formað
betur.
Verkefni sem hvetja
almenning til virkrar
þátttöku
Gagnvart almenningi eða „ekki
skátum“ munum við hafa verk-
efni með aukinni þátttöku þeirra.
Má þar nefna aukið skátastarf
fatlaðra, en það hefur gefist vel
þar sem það hefur verið reynt. í
sumar verðum við með útilífs-
hvetjandi ratleiki, í lok maí verð-
ur landsverkefnið „þrautabraut í
hverri laut“ og um miðjan júlí
verður Fjördagur æskunnar hald-
inn hátíðlegur um allt land. Nú og
að lokum má geta þess að Skíða-
samband skáta er ekki síður opið
almenningi en skátum.
Við munum svo að sjálfsögðu,
um leið og við vinnum að verk-
efnum Æskulýðsársins, undirbúa
næsta ár. Flokkakeppni áfanga-
skáta tengist yfirskrift Æskulýðs-
ársins, en verður jafnframt undir-
búningur fyrir Landsmótið 1986.
I sama dúr verður einstaklings-,
hópa- og sveitakeppni dróttskáta.
Þetta er svona hraðsoðið það
sem við ætlum að gera á ári æsk-
unnar. Að mörgu leyti þarf
Bandalagið að vera ári á undan og
ég reikna með að það verði mikil
undirbúningsvinna fyrir Lands-
mótsárið 1986.
Er Æskulýðsár hjá
fjárveitingavaldinu?
Nú hafa oft áður verið uppi
góðar fyrirætlanir hjá skátum, en
því miður hafa sumar þeirra
aldrei komist af pappírunum
vegna peninga- og aðstöðuleysis.
Verða það einnig örlög þessara
áætlana?
Nei, ég vona ekki. Þó verður að
segjast eins og er að BIS hefur
ekki mætt skilningi hjá fjárveit-
ingavaldi þjóðarinnar og verkefn-
um okkar í raun verið sýnd ýtr-
asta vanvirða, því ekki fékkst
fjárveiting til eins einasta þeirra.
Þó fé skorti þá segir það ekki
allt, því kraftur okkar felst í sam-
stöðu og nær ódrepandi áhuga
skátaforingja víða um land. Skáta-
starfið er á uppleið og með traust-
um tengslum milli skrifstofu BÍS
og skátafélaganna, góðri kynn-
ingu verkefna og kraftmiklum
skátafélögum þá getum við fram-
kvæmt þessi miklu verkefni með
glans. Þá fer boltinn líka að rúlla
því með góðu starfi, aukinni
kynningu og fjölgun skáta þá opn-
ast leiðir til fjáraflana.
Nýtum þann meðbyr
sem skapast
Hver er þín persónulega
skoðun á Æskulýðsárinu?
Alþjóðaár æskunnar verður að
mínu mat mörgum félagasam-
tökum æskufólks til framdráttar.
Mörg stór og stefnumarkandi
verkefni eru á döfinni og ætla má
að fjölmiðlar sýni ungu fólki og
starfi þeirra meiri áhuga en áður.
Þann meðbyr sem skapast þurfa
skátafélögin og BÍS sem ein heild
að notfæra sér til hins ýtrasta. Ef
okkur tekst að koma öllum okkar
stóru verkefnum í framkvæmd
þá er ég sannfærður um að ársins
1985 verður ekki einungis minnst
sem árs æskunnar heldur líka sem
„árs skátanna“.
Markmiðin með því að eigna
æskunni svona eitt ár eru mörg og
víðtæk, en koma einna best fram
í yfirskrift ársins, þátttaka - þróun
og friður. Frá mínum bæjardyrum
séð er eitt helsta markmiðið að
kynna almenningi það geysimikla
starf sem ungt fólk um land allt er
að framkvæma dag hvern.
SKÁTABLAÐIÐ 15