Skátablaðið - 01.02.1985, Page 16
Arfur unga fólksins
ATVINNULEYSIÐ
ATVINNULEYSI UNGS FÓLKS - eftir Birgi Þór Ómarsson
Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað gífurleg tæknileg þróun, þróun þar sem allt
miðast við að sem minnst þurfi að hafa fyrir hlutunum. Hér í Evrópu og reyndar miklu
víðar hefur þetta tekist bærilega með innreið ýmiskonar tækninýjunga svo sem tölv-
unnar.
Nú geta menn forritað vélmenni sem síðan sér um létt heimilisstörf svo sem að ryk-
suga heimilið, stilla sætið, baksýnis- og hliðarspeglana á bílnum.
Allt virðist þetta ósköp saklaust og menn spyrja sig aðeins „Hvað kemur næst?“, en
mitt í þessum 20. aldar hugleiðingum gleyma menn oft einu vandamáli sem er ein
afleiðinga þessara hröðu framfara, atvinnuleysinu.
Hér á landi hefur atvinnuleysi
ekki látið mikið fyrir sér fara, þó
svo að fréttir um fjöldauppsagnir
sjáist mun oftar nú en áður. Ekki
þarf að fara lengra en til Norður-
landanna til þess að verða var við
að hér er á ferðinni eitthvað
meira en tímabundin bólga sem
mun hjaðna með betri tíð.
Bretland er eitt þeirra landa þar
sem atvinnuleysi er orðið gífur-
legt. Önnur lönd með mikið at-
vinnuleysi eru m.a. Frakkland,
Þýskaland og Spánn, en á Spáni
er um 20% atvinnuleysi.
Það sem mest er sláandi í þessu
eru kannski ekki tölurnar heldur
frekar sú staðreynd, sem meiri-
hluti sérfróðra manna á þessu
sviði viðurkenna, að aðeins 20%
af þeim sem atvinnulausir eru í
dag eiga eftir að fá (fasta) vinnu í
framtíðinni. Hin 80% eiga aldrei
eftir að fá launaða vinnu það sem
eftir er ævinnar og á hverju ári
útskrifast úr skólunum stór hópur
ungs fólks, og hvað er það sem
bíður þeirra? Það skal þó tekið
fram að þessar tölur eiga ein-
göngu í dag við þau lönd sem eiga
við þó nokkuð atvinnuleysi að
stríða.
Þetta er uggvænleg staðreynd.
Þegar ákveðið var á vett-
vangi Sameinuðu Þjóðanna
að tileinka æskunni árið 1985
var sett á fót ráðgjafanefnd til
að undirbúa árið. Þessi nefnd
benti sérstaklega á eftir-
farandi verkefni til að vinna að:
húsnæði - atvinna -
frístundir - vímuefni.
Með það í huga tökum við
atvinnumálin fyrir.
Atvinnuleysi - eðlileg
þróun tæknivæðingar
Tímabundið ástand?
Það er auðvelt að skipta atvinnu-
leysi niður þannig að horft sé á
það frá tveimur meginpólum.
Annars vegar sem tímabundið
vandamál sem mun leysast á þann
farsæla hátt að allir geti snúið
aftur til fullborgandi vinnu, en
því miður eru allt of margir sem
halda í þá von nú. Sumir þeirra
benda á að oft hafi atvinnuleysi
verið hliðstætt og það sé því
óþarfi að hlaupa upp til handa og
fóta nú, en lítum á hliðstæður. Á
árunum 1920-1930 var mikið at-
vinnuleysi víða um heim en eins
og allir vita leystist það með
Heimsstyrjöldinni síðari þar sem
milljónir manna fórust og eftir
stríð hófst gífurleg uppbygging
heilu landanna, en ég hugsa að
það séu fáir sem kjósa þá leiðina
til lausnar atvinnuleysinu nú.
16 SKÁTABLAÐIÐ