Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 17
Peningastreymið eyksi
Hins vegar má líta á aukið at-
vinnuleysi sem eðlilega þróun
þeirrar miklu tæknivæðingar sem
átt hefur sér stað og á sér stað.
Einn af virtari hagfræðingum
Breta síðari tíma spáði því að um
næstu aldamót yrði hið vinnandi
afl í heiminum 15-20%. Peninga-
streymið yrði aftur á móti það
sama ef ekki meira á vinnumark-
aðinum, það færi aðeins á færri
hendur.
Þessi spá sem hann setti fram
1960 er full svartsýn, en ljóst er að
hann hefur nokkuð til síns máls,
allavega stefnir allt í þá átt. Pessi
þróun þarf ekki að vera svo slæm,
það þarf aðeins að halda í við
peningastreymið.
Atvinnuleysi mun aukast
Ef við gerumst raunsæ og grand-
skoðum það sem er að gerast hjá
nágrannalöndum okkar þá hljót-
um við að hallast á sömu skoðun
og þeir atvinnuleysissérfræðingar
sem segja „Atvinnuleysi er til í
„Ugla sat á kvisti..."
Hvað verða mörg þeirra
atvinnuleysinu
w að bráð.
%
ríkum mæli og mun ekki minnka
heldur aukast næstu ár og ára-
tugi“.
Því er brýnt að bregðast við
strax, en ekki bíða bara eftir betri
tíð.
Það þarf að útvega öllu fólki,
vinnandi eða atvinnulausu, nóg
ofan í sig og á og helst rúmlega
það og koma í veg fyrir að pen-
ingastreymið flæði aðeins á fáar
hendur eins og er að gerast í dag.
í framhaldi af fullyrðingunum
hér að framan á vel við að nefna
einfalt dæmi frá Japan. Verk-
smiðja ein hafði um 2000 manns í
vinnu við framleiðsluna. Nú hafa
vélmenni komið í stað verkamanna
vélmenni sem aðeins þurfa 20
manna eftirlitssveit, vélmenni
sem vinna stöðugt allan sólar-
hringinn allan ársins hring og
þurfa aldrei að fara í mat né kaffi.
Þegar búið verður að borga upp
kostnaðinn við vélmennin bætast
laun 1980 manna í vasa eigend-
anna.