Sameiningin - 01.02.1911, Qupperneq 1
amriiuitgk
Mánaðarrit til itu&nings kxrJcju og kristindómi ísltndinga.
gefið út af hinu sv. lút. kirlcjufélagi IsL. i Vestrhexmi
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
XXV. árg. WINNIPEG. FEBRÚAR 1911. Nr. 12.
Aukin þekking á orði guðs
almennmgi safnaðanna ómissandi.
Sá maðr, sem ritstjórn „Sam.“ er kennd við, liefir
í seinni tíð margoft haldið því fram, þótt ekki hafi það
verið hér í blaðinu, að sunnudagsskólinn ætti ekki að-
eins að vera fyrir börn og unglinga, heldr einnig fyrir
fullorðið fólk. Og vildum vér nú lireyfa því máli lítið
eitt.
Bráðum er lieill mannsaldr liðinn síðan ofr lítil
sunnudagsskóla-starfsemi hófst liér í vestrbyggðnm Is-
lendinga. Sá þáttr í vestr-íslenzku kirkjulífi varð til
fyrir áhrif utanað frá safnaðalýð annarra þjóða,
sem hér voru fyrir á undan oss. Því á Islandi var
kirkjan, og er vitanlega enn, sunnudagsskólalaus. Lengi
vel komu þó áhrifin eldd frá lútersku fólki hér í landi,
heldr frá fólki annarra kirkjudeilda, sem vér Islend-
ingar höfðum að nágrönnum og víða nálega að sambýl-
ismönnum. En þótt segja mætti ef til vill, að sunnu-
dagsskólinn kœmi þannig ekki til vor rétta boðleið, þá
varð oss þó nokkurn veginn ljóst frá upphafi, að þar
væri fyrir safnaðalífið um verulega lífsnauðsyn að
rœða. Sú meðvitund lifnaði brátt í sálum kirkjulega
hugsandi Vestr-íslendinga og festi þar rœtr, að tilvera
kristins safnaðar væri að miklu leyti undir því komin,
að sunnudagsskóli yrði þar settr á stofn og honum síð-
an haldið uppi árið út og árið inn. Svona var réttilega