Sameiningin - 01.02.1911, Side 31
• hijó'ðpípurnar og slógu bumburnar, og siSan fólk, er kom
með heitgjafir, í annarri prósessíu.
„Hvert fara þeir?“—spurði einn, sem stóð þar hjá.
Annar svaraði: „Nautið er helgað föður Júpíter, en
geitin“-----
„Gætti Apolló ekki einhvern tíma hjarða Admetusar?“
„Geitin er helguð Apolló.“
Lescndr eru enn beðnir velvirðingar á því, sem nú skal
sagt til skýringar. Oss veitir auðvelt að laga oss eftir
öðrum mönnum að því er trúarbrögð snertir eftir að vér
liöfum mikið umgengizt þá, sem eru annarrar trúar en
vér; smásaman sannfœrumst vér um það, að sérhverri teg-
und átrúnaðar tilheyra góðir menn, sem verðskulda virðing
vora, og getum vér þá ekki virt þá, nema því aðeins að
vér komum kurteislega fram andspænis trúnni þeirra.
Svona langt var Ben Húr kominn. Hvorki árin í Róm né
þau ár, er hann var í galeiðu-þrældómnum, höfðu að neinu
leyti haggað trúarskoðan hans; hann var «nn Gyðingr.
Allt um það leit hann þó svo á, að alls engin óhœfa væri
fyrir hann að líta eftir því, sem fagrt var í Dafne-lundi.
Þessi athugasemd er því ekki til fyrirstöðu, að segja
mætti enn fremr: Þótt hann hefði gengið með mjög mikl-
ar efasemdir í hjarta um það, hvort nautn sú, sem hér var
á boðstólum, væri honum leyfileg, þá myndi hann einsog
nú var komið vel líklega hafa kœft þær niðr hjá sér. Hann
var reiðr, — ekki einsog uppstökkr maðr, sem vonzkazt
hefir af smámunum; ekki heldr var reiði hans einsog reiði
heimskingja, sem kreist hefir verið fram af engu, og hjaðn-
ar svo einsog vindbóla, ef hún verðr fyrir ávítum eða for-
mælingum; það var reiði sú, sem eiginleg er þeim mönn-
um, er að eðlisfari eru með heitum tilfinningum, óþyrmi-
lega vakin upp útaf því, að skyndilega hafði brugðizt von,
sem ef til vill væri réttara að kalla draum, um frábæra
hamingju, er talið var víst að væri væntanlegt hlutskifti.
Þá er svo stendr á, getr ekkert, sem fyrir kemr, tekið geðs-
hrœringuna burt. Reiðin er forlögunum að kenna.
Vér skulum rekja hugsan lífsspeki þessarrar ögn
lengra og segja við sjálfa oss: í slíkum deilum væri vel,
ef forlögin væri áþreifanleg vera, sem senda mætti burt
með augnaráði eða slagi, eða ef þau væri vera máli gœdd,
sem beita mætti við stórum orðum; þá myndi hinn ógæfu-
sami maðr, sem kemst í þessa klípu, ekki æfinlega gjöra
enda á vandræðunum með því að leggja á sig refsing.
Hefði Ben Húr verið eins skapi farinn og hann átti
# að sér, myndi hann ekki hafa farið í Lundinn einn, eða,