Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1911, Page 22

Sameiningin - 01.02.1911, Page 22
374 undir lok, og ættkvíslirnar hverfa úr sögunni. Jeróbóam gekk þar á undan. Lýsing hinna helgu höfunda Konungabókanna og Kron- íku-bókatma á honurn er þetta: hantt sem kom Israel til að syndga. Höfundarnir eru spámenn. Þeir lesa söguna frá sjónarsviSi guös, og segja hana einsog hún þannig kemr þeim fyrir sjónir. Hvernig <iœmt er um þennan eða hinn konunginn, er allt undir því komiS, hvernig hann og verk hans var í augum guös. Sagan er látin sýna, a'ö rcttlœtið lyftir upp lýðnum, en syndin er þjóðanna skömm. l.exía ig. Marz 1911<: Ósigr vegna ofdrykkjunnar ('bindindislexíaj —1. Kon 20, 12—21. 12. En er hann heyrði þetta svar, þar sem hann sat aS drykkju me'ð konungunum í laufskálunum, mælti hann til sinna manna: Fœrið fram hervélarnar. Og þeir fœrðu þær fram gegnt borginni. 13. En spámaðr nokkur gekk fyrir Akab Israels-konung og mœlti: Svo segir drottinn: Sér þú allan þennan mikla manngrúa? Hann gef eg þér í hendr i dag, svo að þú viðrkennir, að eg em drottinn. 14. Þá mælti Akab: Fyrir hvers fulltingi? Hinn svaraði: Svo segir drottinrn: Fyrir fulltingi sveina héraðshöfðingjanna. Þá spurði hann: Hver á að hefja orrustuna? Hinn svaraði: Þú. 15. Þá kannaði hann sveina héraðshöfðingjanna,, og voru þeir 232. Og að því búnu kannaði hann allt liðið, alla ísraelsmenn, sjö þús- undir manns. 16. Um hádegið réðu þeir til útgöngu, en Benhadad sat þá ölvaðr að drykkju í laufskálunum, hann og þeir þrjátíu og tveir konungar, er komnir voru honum til liðs. 17. Og sveinar hér- aðshöfðingjanna fóru fremstir. Þá sendi Benhadad menn til að njósna; þeir sögðu honuni svo frá: Menn fara útfrá Samaríu. 18. Þá sagði hann: Hvort sem þeir fara út til þess að biðjast friðar eða til þess að berjast, þá takið þá höndum lifandi. 19. Og er þessir fóru útaf borginni — sveinar héraðshöfðingjanna og liðið, sem þeim fylgdi—, 20. drápu þeir hver sinn mann. Flýðu þá Sýr- lendingar, en fsraelsmenn eltu þá. Og Benhadad Sýrlands-konungr komst undan á vagnhesti með nokkra riddara. 21. En fsraels- konungr fór út og náði hestunum og vögnunum. Og hann vann mikinn sigr á Sýrlendingum, Les: 1. Kon. 20.—Minnistextr: Ekki sœmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengr drykkr (Orðskv. 31, 4J. Benhadad og höfðingjar hans eru drukknir, og bíða ósigr. — Árás hans má líkja við það, hvernig áfengisbölið fer ránsferðir sínar um löndin. 1. Benhadad kemr með mörgum bandamönnum, og heimtar harðri hendi konu, syni og eignir Akabs og manna hans.—Áfengis- bölið á sína bandamenn, t. d. víngjörðarhús og vínsölustaði; mjög arðsöm atvinna. Það heimtar af mönnum ekki aðeins peningá, 'heldr Iika heilsu, vit, heimilisfrið, sakleysi. Áfengið er ein orsök

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.