Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 13
365 All-vandasamt er að ráðleggja mönnum, hverjar hverjar bœkr þeir ætti helzt að lesa, því þarfirnar era mismunandi að sama skapi sem hugsanir manna eru ólíkar. En óhætt er að segja, að öllum myndi verða gagn að því að lesa bók þá eftir Le Conte, er nefnist „Trúarbrögðin og vísindin“ (Religion and Science), eins „Hugleiðingar um trúarbrögðin“ (Thoughts on Religion) eftir Eomanes. Bók sú, er síðar var nefnd, er aðeins lítið bindi; höfundrinn, sem var einhver fræg- asti áhangandi Darwins-kenningar, reit kver þetta und- ir æfilokin í þeim tilgangi að eyða áhrifmn fyrri rita sinna sumra, þar ,sem hann hafði gjört sér far um að vekja ótrú á kenning kristindómsins. Mjög er það átakanlegt, live algjörlega hann að lokum liratt frá sér öllum efa og hve hjartanlega hann hvarf aftr í skaut kirkjunnar. Ef kurteisi hamlaði ekki, myndi eg benda á tvö af ritverkum mínum, sem miða að því að greiða fram úr þeim sérstöku erviðleiknm, sem trúin á við að stríða á vorri tíð; annað þeirra hljóðar um „Sannanirnar fyrir kristindóminum frá vísindalegu sjónarmiði“ (Scientific Aspects of Christian Evidences), en hin um það, „Hvernig náttúrufrœðin á ýmsan hátt staðfestir sögu gamla testamentisins“ (Scientific Confirmations of Old Testament History), og hefir dr. Kuyper, hinn frægi guðfrœðingr, fyrrum ráðaneytisforseti í Hollandi, með sterkum orðum lýst yfir því, að hann sé samþykkr bókinni, er síðar var nefnd, í formála hennar í hol- lenzku þýðingunni. Hér skal skýrt frá því, hverjir eru útgefendr og hvert er verö þeirra fjögra bóka, sem nefndar voru hér að framan: Le Conte: Appleton, New York: $1.50; — Romanes: Open Court Pub. Co., Chicago: 50 ct.; — Scientific Aspects: Appleton, New York: $1.50; — Scientific Confirmations: Bibliotheca Sacra, Oberlin, Ohio(: $2.00. Hvað á úr að ráða, er prestr óvirðir Krist með prédikan sinni. „Prestrinn okkar er maðr, sem í trúarefnum að- hyllist sterklega nýju guðfrœðina í mörgu, en heldr því liinsvegar fram í prédikunum sínum með mikilli við-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.