Sameiningin - 01.02.1911, Page 24
376
þú klætii þín? Komi hann til mín, þá skal hann komast aS raun
um, aö til er spámaör í ísrael. 9. Þá kom Naaman meö hesta sína
og vagna og nam staðar úti fyrir húsdyrum Elísa. 10. Þá sendi
Elísa mann til hans og lét segja honum: Far og lauga þig sjö sinn-
um í Jórdan, þá mun hold þitt komast í samt lag og þú munt hreinn
veröa. 11. Þá varð Naaman reiðr og gekk burt og mælti: Eg
hugði þá, að hann myndi koma út til mín og ganga að mér og á-
kalla nafn drottins, guðs síns, veifa hendinni í áttina til helgistað-
arins, og koma þannig líkþránni burt. 12. Eru ekki Abana (AmanaJ
og Farfar, fljótin hjá Damaskus, betri en allar ár í Israel? Gæti
eg ekki laugað mig í þeim og orðið hreinn? Sneri hann sér þá við
og hélt burt í reiði. 13.i>á gengu þjónar hans til hans, töluðu til
hans og sögSu: Hf spámaSrinn hefði skipaS þér eitthvaS ervitt,
myndir þú þá ekki hafa gjört þaS? Hve miklu fremr þá, er hann
hefir sagt þcr: Lauga þig, og munt þú hreinn ver3a> 14. Þ>á fór
hann ofan eftir og dýfSi sér sjö sinnuni niSr í Jórdan, einsog guðs-
maðrinn hafði sagt; varð þá hold hans aftr sem hold á ungum
sveini, og hann varð hreinn.
Lesi: 2. Kon. 3.—5. kap. — Minnistexti SnúiS yðr til mín og lát-
ið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að eg em guð og
enginn annar fEsajas 45, 22 J.
2. v.: í riðlurn: í smáflokkum (riöullj. — 5. v.: talenta silfrs:
nálægt $18,750; sikill gulls: nálægt $10. — 7. v.: Jóram konungr
hélt, að Sýrlands-konungr væri að biðja sig þess, er væri ómögulegt,
til þess að fá með því átyllu til ófriðar. — Naaman hafði auð, met-
orð og völd, en samt átti hann bágt; heilsan er dýrmætt hnoss;
gleymum ekki að þakka guði fyrir hana. — Hugulsemi stúlkunnar
kom miklu góðu til leiðar; trúaðir unglingar geta leitt blessun yfir
hvert heimili. — Hví bauð Elísa Naaman að lauga sig í Jórdan?
Til að reyna trú hans (sbr. Lúk. 17, 11-15J; líka til að kenna hon-
um, að ekki væri manna meðfœri að lækna hann, heldr* guðs eins.
15. til 27. v. segja frá óeigingirni Elísa og ágirnd Gehazí. Spámenn
þágu aldrei gjafir af heiðingjum. Framkoma Gehazí hlaut að
varpa skugga á trú Gyðinga í augum Naamans og þjóðar hans;
hegningin því svo hörð. Af ágirndinni leiddist Gehazí útí ósann-
sögli; ein synd fœðir aðra af sér.
\
Lexía 9. Apríl 1911: Himneskir verndarar Elísa (2. Kon. 6, 8-23J.
8. En er Sýrlands-konungr átti í ófriði við Israel, ráðgaðist
hann við menn sína og mælti: Á þeim og þeim stað skuluð þér
leggjast í Iaunsátr. 9. En guðsmaðrinn sendi til ísraels-konungs og
lét segja honum: Varast þú að fara framhjá þessum stað, þvi að
Sýrlendingar liggja þar í launsátri. 10. Þá sendi ísraels-konungr
á þann stað, sem guðsmaðrinn hafði nefnt við hann. Varaði hann
hann þannig við i hvert sinn, og gætti hann sin þar, og það oftar