Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1911, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.02.1911, Qupperneq 4
356 stenzt kirkjulýðr vor ekki til lengdar án aukinnar og sívaxandi þekkingar á uppsprettum sinnar eigin trúar í keilagri ritning vorri. Öllum er enn í fersku minni, hvílíkt los vildi fyrir skömmu verða á söfnuðum kirkjufélagsins í öllum átt- um við það, er nýja guðfrœðin, Önítara-trúin í dular- klæðum, klappaði á dyr með lófa sínum og leitaði hjá oss inngöngu. tTr því losi varð einsog kunnugt er bylt- ing eigi all-lítil, sem væntanlega lægist með öllu áðr en langt um líðr; en engan veginn sér þó fyrir endann á henni enn. Þar birtist skýrt veikleiki hins kirkjulega félagslífs vors, og ekki er það forsjá vorri né orku að þakka, að kirkjufélagið íslenzba hér varð ekki til í þeirri liríð, heldr drottni einum og frelsandi náð hans við þá, er í veikleika sínum vildu reynast honum og málefni hans trúir. Þessi sérstaka reynsla ætti að vera oss öllum til vakningar, svo að menn horfi með al- opnuin augum á þá miklu og brýnu nauðsyn, að almenn- íngr safnaðanna nái þeirri trúarfestu, sem gjörir þá undir leiðslu lieilags anda fœra um að standa uppi sómasamlega og fyrirfram sigrihrósandi í sjálfsagðri og ef til vill enn harðari baráttu á ókominni tíð. En slík trúarfesta fæst ekJd nema með því móti, að safn- aðalýðrinn — fullorðna fólkið einmitt — leggi úr þessu miklu meiri rœkt við guðs orð en að undanförnu, kepp- ist eftir að afla sér miklu meiri þekkingar á því svæði en áðr. Málefni truar vorrar er borgið hjá almenningi, ef það sama fólk ber fullkomlega skyn á fjársjóðu trúar- innar — fjársjóðuna, sem drottinn sjálfr hefir fengið því til varðveizlu og ávöxtunar. En skortr þekkingar á þeim fjársjóðum — guðs orði — kemr kirkjulegu fé- lagslífi útá kaldan klaka. 1 því skyni þarf að fœra sunnudagsskólann svo út, að hann nái útyfir fullorðna fólkið með börnunum. Fullorðna fólkið þarf að verða nákunnugt biblí- unni — langt fram yfir það, sem nú er — til þess að geta farið svo með hin kristilegu og kirkjulegu félags-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.