Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 26
378
® ing fremr öllu öðru til þess, að hin niðrbeygða sál fer af
öllum mætti að sinna því, sem enn er henni nokkurs virði
í lífi þessu.
Út á milli fólksins og varnings-búlkanna fór hann leið-
ar sinuar, allt að pall-brúninni; svöl forsœlan, sem yfir-
skyggði hyldýpi árinnar, freistaði hans. Það var einsog
áin, sem leið svo hœgt áfram, héldi í hann og væri að bíða
eftir honum. Hinsvegar rann honum í hug orðskviðrinn, sem
hann hafði heyrt til ferðamannsins á skipinu: ‘Betra að
vera ormr og hafa mórberin í Dafne-lundi til átu en að
vera gestr hjá konungi.’ Ummæli þessi höfðu gagnstœð
áhrif á hann. Hann sneri sér við og gekk greitt niðr af
pallinum og aftr til khansins.
„Vegrinu til Dafne!“ — mælti ráðsmaðrinn í khanin-
um,, forviða af spurningunni, sem Ben Húr lagði fyrir
hann. „Þú hefir víst ekki verið hér fyrr.—Jæja þá, þú
getr talið þennan dag hinn sælasta á æfi þinni. Á því,
hvar vegrinn liggr, getr þú ekki villzt. Næsta stræti til
vinstri handar, sem stefnir í suðr, liggr beint að Súlpius-
felli, en uppá þeirn múlakolli er reist altari Júpíters og
Hringleikahúsið; farðu eftir því stræti þar til þú kemr
að þriðja stræti, sem þversker það og nefnist Súlnagöng
Heródesar. Þá skalt þú beygja af til hœgri handar og
fara sem leið liggr gegnum hina fornu borg Selevkusar
allt að eirhliðum Epífanesar. Þar byrjar brautin til
Dafne — og sé nú guðirnir með þér.“
Nokkra leiðbeining viðvíkjandi farangri sínum fékk
Ben Húr, og hélt hann svo á stað.
Súlnagöng HeródV:sar voru auðfundin; þaðan hélt
hann að eirhliðinu meðfram samfelldri marmarasúlna-röð,
og var hann samferða fjölda fólks, mjög breytilegs, af öll-
um verzlunarþjóðum jarðarinnar.
Það var um fjórðu stund dags, er hann kom útúr
hiiðinu og fann, að hann var í mannþyrping, sem fœrðist
áfram og stefndi til hins fræga Lundar; sýndist mannþyrp-
ingin engan enda hafa.
Brautin skiftist í þrennt: þar var stígr fyrir fótgang-
andi menn, annar fyrir ríðandi menn, og þriðji fyrir þá,
er óku í vögnurn, og voru stígir þessir hver öðrum frá-
skildir; hver stígrinn um sig skiftist aftr í tvær brautir,
aðra fyrir þá, sem voru á leiðinni inn, hina fyrir þá, sem
voru á útleið. Lágar grindr skildu stígina; voru grindrnar
^ grópaðar í sterklega fótstalla, sem ýmiskonar myndir hvíldu