Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 10
3Ö2 manna, er á þessarri tí'ð leggja stund á vísindalega eðl- isfrœði, væri að telja án trúar á biblíuna, þá myndi það ekki verulega bagga dómi vorum um þetta mál. Mörg eru þau öfl, sem öðruhvoru hrífa menn um stund með sterku afJi til vantrúar, þótt ekld sé fyrir því neinar gild- ar ástoeður. 1 þá átt stefndi tíðarandinn um það leyti, er stjórnarbyltingin frakkneska stóð yfir; þá réð anda- stefna efnishyggjunnar lögum og lofum, ekki aðeins í Frakklandi, heldr og til stórra muna á Englandi og í Vestrlieimi. Að nokkru leyti stafaði trúleysi það ef- laust af því, að kristinni trú yfirleitt var ruglað saman við þá sérstöku tegund kristinnar trúar, sem náð hefir sér niðri í rómversk-kaþólsku kirkjunni. Að öðru leyti stafaði það af ófullkominni þekking manna á náttúr- unni. Eftir að liœfilegt tillit var farið að taka til skýr- ingar biblíunnar, svo og takmarkaðrar þekldngar á lög- um náttúrunnar, rofnuðu brátt ský efasemdanna, sem grúfðu yfir heiminum kristna við upphaf nítjándu ald- ar, og hófst þá það tímabil í mannkynssögunni, sem svo frábærlega er merkilegt fyrir þá miklu útbreiðslu krist- indómsins, er því var samfara. Auðsætt er, að menn verða á þessarri tíð fyrir miklum áhrifum, sem miða að því að koma þeim í svip- að ástand. Nú geta námsmenn kosið sér frœðigreinar þær, sem þeir hneigjast helzt til, og allt stefnir í þá átt að gjöra miklu fleiri að sérfrœðingum en góðu hófi gegnir; við það verða takmarkanir þekkingarinnar æ auðsærri; þeir, sem stund leggja á einhverja sérstaka frœðigrein, gjörast því æ ófœrari til að mynda sér á- kveðna skoðan á nokkru almennu umhugsunarefni, enda verða í raun og veru meir og meir ófœrir til þess. Vér ættum því ekki að búast við því af sérfrœðingum í heimi vísindanna, að þeir fJýti sér að kveða upp um skoðan sína á heimspekilegum efnum og trúmálum. Og ekki þarf neitt að furða sig á því, ef þeir á annað borð láta einhverja slíka skoðan uppi, þótt trúaðr almenningr sinni því næsta lítið. Það er léttara á metum nú en fyrir fjórðungi aldar, að sá eða sá maðr hafi staðizt próf í náttúrufrœði eða öðrmn vísindum, og ldotið nafn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.