Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 3
355
fullorðins aldri á stöku stað gengið í sunnudagsskóla
lijá O'ss, en það er svo lítið brot af safnaðafólkinu, að.
varla getr talizt. Þá er á heildina er litið, má segjáy
að sunnudagsskólinn sé enn í hópi vorum eingöngu fyrir
bÖrn. En á því þarf sem fyrst að verða sú mikilvæga
breyting, að stofnan þessi liin dýrmæta verði í almeuu-
ings áliti og í reyndinni fyrst og fremst fyrir fullorðið;
fólk í söfnuðunum, en þar næst og því samfara fyrir
börnin.
Fullorðnu fólki ríðr á að afla sér miklu meiri þekk-.
ingar á guðs orði en það að svo komnu liefir til að bera,
þá er almennt er á litið. Heilög ritning er, svq
langt sem vér þekkjum til almennings í íslenzkum
byggðum og söfnuðum, fullorðnu fólki voru að rauna-
lega miklu leyti ókunn bók. 0g af því að húslestrarnir
gömlu eru langvíðast með öllu niðr lagðir meðal ís-
lendinga og á heimilunum mjög óvíða nokkuð komið í
staðinn, þá liafa menn þar misst mikilsvert tœkifœri,
sem kynslóðin næsta á undan þessarri liafði, til þess
að kynnast guðs orði heilagrar ritningar og verða því
handgengnir. Fleiri guðsþjónustur í fáeinum safnað-
anna hér en íslenzkt fólk átti áðr að venjast vega ekki
upp á móti þeim missi; bandalögin ekki heldr, þótt þau
sé mikilsverðar stofnanir og verði væntanlega kristin-
dómslífinu í söfnuðum vorum á ókominni tíð til verulegr-
ar blessunar, því í þeim eru að svo stöddu nálega ein-
göngu unglingar. Og svo ber þess vel að gæta, að
einsog nií er komið hag vorum, liér í landi, í frjálsri
og sjálfstjórnandi kirkju, ríðr safnaðalýð vorum liin-
um fullorðna á miklu meiri kristindómsþekking, langt-
um víðtœkari og nákvæmari þekking á biblíunni og ein-
stökum ritum hennar, en þeirri, er menn með nokkurn
veginn skaplegu móti gátu komizt af með útá Islandi
fvrir mannsaldri. Astœður allra safnaða á þessarri
tíð, liér í álfu sérstaklega, eru svo, að miklu meira er
krafizt — og hlýtr að vera krafizt — af því fólki öllu en
áðr. Samkeppni breytilegra trúarkenninga kom fyrr-
um nálega ekki til mála; en samkeppni í þeim efnum
sem öðrum er nú sjálfsögð, og í baráttu samkeppninnar