Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1911, Side 7

Sameiningin - 01.02.1911, Side 7
359 Biblían og vísindin. Er þar livort á móti öÖru ? Eitgjörð þýdd eftir dr. G. Frederick Wriglit. Við all-víðtœk kynni, sem eg hefi haft af náttúru- frœðingum samtíðarinnar, er sú ætlan orðin hjá mér föst, að í þeim lióp sé miklu fleiri, sem trúa biblíunni, en hinir, er ekki gjöra það. Engar nákvæmar skýrslur eru þó fyrir hendi, þær er notaðar verði til að sanna áreiðanleik þessarrar ætlunar minnar; því að engin til- raun hefir á síðustu árum verið gjörð til að skipa vís- indamönnum þessum niðr í flokka eftir trúarskoðun- um þeirra. Og þótt farið væri að taka slíkt manntal, þá yrði mjög ervitt að orða svo spurningar þær, sem fyrir þá skyldi lagðar, að þeir væri til þess búnir að svara þeim með já eða nei. Þessu til skýringar má taka það til dœinis, að meðal biblíu-skýrenda eru sumir, sem halda myndi vilja því föstu, að orðið dagr í fyrsta kapítula fyrstu Mósesbókar hljóti svo sem að sjálfsögðu að merkja tuttugu og fjögra klukkustunda langt tíma- bil. Aftr á móti myndi aðrir þýða orðið svo, er það kemr fyrir í því sambandi, sem tákni það algjörlega óákveðið jarðmyndunar-tímabil. Er þá sýnt, að ekki næði neinni átt að kveða upp dóm um það, hvort sá eða sá náttúrufrœðingr trúi biblíunni, og láta dóminn styðj- ast við það, hvern skilning náttúrufrœðingrinn leggr í það, er ritað stendr í þeim kapítula. Þá er og þess að minnast, að mörg undranna í biblí- unni, sem kraftaverk eru kölluð, eru fram leidd við sér- stakt samband þess og þess í sköpunarverkinu, og geta því sýnzt að öllu leyti náttúrleg, að sínu leyti einsog það, sem kemr fram við það, er maðr beitir frjálsræði sínu; má þar taka til dœmis, er verkmaðr reiðir sleggju að bjargi, slær á það, og bjargið springr. 1 hvort- tveggja skiftið kemr til sögunnar aulíaafl, sem heima á utan náttúrunnar og fyrir ofan hana. Ákveðnar af- leiðingar verða, sem ekki myndi hafa getað orðið, hefði ekki fyrirhugað ráð œðra máttar komið til sögunnar og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.