Sameiningin - 01.02.1911, Side 6
358
hinna eldri, sem þan líta upp til, er þau sjálf finna á sér,
að þau eru að verða fulltíða konur og karlmenn? Auð-
vitað. Þessi beina leið, og að því er virtist eina eðli-
lega leiðin, er ófœr. Fullorðna fólkið, sem mestan hef-
ir áhuga fyrir kristindóminum, verðr í öllum söfnuðum
að taka sig saman um þessa lífsnauðsyn og byrja á
biblíudeildinni. Þá vaxa ungmennin eftir ferming
þangað upp til þeirra, feðra og mœðra, sem þar eru
fyrir, og sitja þar síðan kyrr lir því. tJr þeirri upp-
sprettu streymir svo guðs orð inn í beimilislíf safnaðar-
fólksins.
Og þá fer mönnum verulega að skiljast, bvað í því
felst, er þeir í Jesú nafni biðja guð með orðunum í
faðir-vor-inu: „Til komi þitt ríki.“
Mikið liefir í sumurn deildum lútersku kirkjunnar
í beimsálfu þessarri verið gjört sunnudagsskólanum til
eflingar. Engu að síðr er lúterska kirkjan þó engan
veginn á undan að því er sérstaklega það efni snertir,
sem hér befir nú verið vakið máls á — það að stofnan
sú — sd.skólinn — nái jafnvel fyrst og fremst til full-
orðins fólks í söfnuðunum. 1 þeirri grein eru sumar
aðrar kirkjudeildir áreiðanlega á undan vorri kirkju —
lútersku kirkjunni.
Að einu leyti er kirkjufélag vort hið íslenzka — ekki
stórvaxnara en það er — á undan öllum öðrum lútersk-
um kirkjufélögum í álfunni: Það hefir orðið fyrir
þeirri sérstöku mótlætisreynslu, sem af því befir staf-
að, að ‘nýja guðfrœðin’ brauzt þar inn og krafðist þess
að mega hafa þar friðhelgi. Það hefir ekkert annað
kirkjufélag með lútersku nafni í Vestrheimi reynt. Þar
er félag vort á undan. Sé þá reynsla sú íslenzkum
safnaðalýð liér hvöt til þess — og bending frá drottni
um það, að kirkjufélagið á einnig að verða með þeim
fyrstu í hinni lútersku kirkju liér vestra í því að koma
fullorðna fólkinu inn í sunnudagsskólann.