Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1911, Síða 9

Sameiningin - 01.02.1911, Síða 9
36i leyti einsog það, sem ma'ðrinn er gœddr, og að þá er liann grípr svona inní hina venjulegu rás viðburðanna, gjöri hann það ávallt af góðum og gildum ástœðum. Með því, sem oss er opinberað í biblíunni um það, bve annt guði er um velferð mannanna, er nœgilega gjörð grein fyrir öllum kraftaverkunum, sem þar er skýrt frá. Meðal víðfrægra vísindamanna, sem nýhorfnir eru af sjónarsviðinu jarðneska, eru ákaflega margir, sem að því eru kunnir, hve ákveðnir þeir voru í því að halda ótvíræðri vörn uppi fyrir biblíunni. Um þá er oss liœgra að tala en hina, sem enn eru hér á lífi. Fyrir fám árum andaðist Kelvin lávarðr, sem lengi var nefndr Sir William Thomson og með því nafni kunnr; hann var greftraðr í Westminster með svo miklum heiðri, að fáir vísindamenn lieimsins hafa slíkan ldotið. í. öllum áttum var við það kannazt, að hann væri öllum samtíð- armönnum sínum meiri að djúpskyggni í rafmagns- frœði og eðlisfrœði. En ekki átti liann neitt örðugt með að aðhyllast kristna trú, enda hikaði sér ekki við að lýsa yfir persónulegri sannfœring sinni um það mál. 0g skýrt tók hann það fram, að ekkert hefði honum við fimmtíu ára rannsókn opinherazt um það, hvað raf- magn væri í innsta og dýpsta eðli þess, né neitt þeirra afla, sem við sig gjöra vart í alheimi; en hvar sem á náttúruna væri litið, kvað hann hana á sér hera merki þess, að hún væri ekki orðin til út í bláinn, heldr birtist þar hugsan ákveðins tilgangs. Vitnishurðr annars eins manns og Kelvin lávarðr var ætti að vega upp á móti vitnisburði heils grúa af minni ljósum, og hann er þó ekki nema einn af mörgum nafngreindum mönnum, sem benda mætti á. Á þeirri nafnaskrá ern þeir Kóperníkns, Galíleó, Bacon lávarðr, William Iíarvey, Sir Isaac Kewton, William Herschel, Linnæus, Cuvier, John Hunter, dr. Buckland, Sir Hum- phrey Davy, Michael Faraday, Clerk Maxwell; og hér í landi Joseph Henry, Asa Gray, Arnold Guyot, James D. Dana, Alexander Winchell, Edward Hitchcock, Jos- eph le Conte og Sir William Dawson. En þótt svo skyldi reynast, að meira hluta þeirra

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.