Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 15
367
þar undir uppskeru með vinnu og bœn; ætti bann þá
með þetta fyrir augum, að láta Krist fá svo mikið vald
yfir sér og verða sér í lífinu svo greinilega allt í öllu,
að frelsarinn fái notað hann svo, að hann með persónu-
legri þjónustu og fyrirbœn geti orðið til hjálpræðis og
lífs mörgum öðrum, sem verða fyrir því óhappi að
prestrinn þeirra leiðir þá ekki til Krists. En háalvar-
legt vafamál er það, livort látið skuli framvegis óátalið
hið hættulega og aumkunarverða ástand, sem af því
leiðir, að prestr þessi fer svo herfilega með embættis-
köllun sína. Getr ekki safnaðarlimr þessi, sem svo
réttilega lætr sér annt um málið, borið sig útaf því sam-
an við einhverja aðra safnaðarmenn, þá er láta Krist,
en ekkert annað, vera sér líf, og með þeim leitað bend-
ingar frelsarans um það, hvað þeir, að vilja hans eigi
að gjöra til þess að varðveita fólk hans frá hættunni?
Sé beðið fyrir prestinum sjálfum 0g í kærleik vitnað
persónulega fyrir honum um styrk þann og fögnuð, sem
lífið í Kristi hefir í för með sér, þá getr svo farið, að
við það verði hann brátt leiddr inn í ljósið og sannleik-
ann og söfnuðrinn fái svo notið hans. En geti þetta
ekki orðið bráðlega, þá skilst oss, að það myndi vera
bein skylda þeirra, sem Kristr liefir falið mál þetta, að
gangast fyrir því, að prestinum sé vikið úr embætti.“
BÓNORÐ ÍSLEIFS GIZURARSONAR.
Eftir V. Briem biskup.
1. Hver svo geyst frá garði ríðr
gumi bjartr, tignarfríðr ?
Ei hef eg á æfi minni
augum litið fegra mann.
Hvaðan er hann? hvert nú fer hann?
hverrar stéttar maðr er hann?
Ilvaða erindi’ átti’ hann hingað?
eða hví svo skjótt fór liann?“
2. Þannig mælti mærin Dalla,
málóð var, svo skildist varla.