Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1911, Side 18

Sameiningin - 01.02.1911, Side 18
370 guðs orð reglulega kennt á hér um bil tuttugu heimilum. Húsum þeim, sem vér kennum í, fjölgar smásaman. Vér böfum nú tvær ‘biblíu-konur’ svo nefndar af hérlendu bergi brotnar, sem verja öll- um tíma sínum til starfsins í þessum parti bœjaríns, og fer eg á hverjum degi út með þeim til skiftis. Ef tekið er tillit til þess, hve andstœðir Brahma-trúarmenn eru kristindóminum, þá er, aö mér | finnst, ekki lítil uppörvan í því, að á oss hefir veriö skoraö úr þremr húsum um að koma þangaö og kenna. Annars förum vér frá húsi til húss og beiöumst leyfis til aö fœra fólki þar beztu gjöf- ina, sem guð í kærleik sínum óendanlegum gat mönnum veitt. Kon- ur Brahmana eru jafnaðarlega vel viti bornar, og þótt þær hafi nálega hvergi neina menntan hlotið, þá hafa þær þó verið fræddar um sín eigin trúarbrögð, sem þær og vita heil-mikið um, sem ekki verðr sagt um lægri stéttirnar; þeim veitir því nokkru hœgar en systrum þeirra i lægri stéttunum að skilja kennslu um andleg mál. I sumum húsunum hlusta konurnar með miklum áhuga á fagnaðar- boðskapinn, og annað veifið fœrist birta yfir andlit þeirra og verðr að sýnilegri brosandi þrá, við það er endrlausnari þeirra — að því er virðist — sendir ljósgeisla gegnum myrkr vanþekkingar og hjá- trúar inní sálir þeirra. Á einu heimili báðu konurnar oss að kenna þeim að lesa, til þess að þær gæti sjálfar útaf fyrir sig kynnt sér biblíuna eða „stóru bókina" okkar (‘einsog þær nefndu hanaý. En vinna vor er aðeins í því fólgin að plœgja og sá. Guð verðr að láta það, sem sáð er, þroskast, og það vitum vér að hann gjörir, því orð hans hverfr aldrei til hans aftr við svo búið; og með furðu- verkum mun hann staðfesta orð sitt, enda er þegar tekinn til að staðfesta það á þann hátt—með undrum, sem í því eru fólgin að opna heimili og hjörtu fyrir konungi dýrðarinnar. Með margfaldri og hjartanlegri ósk um blessuð jól og heillaríkt nýár. Yðar einlæg Sigrid A. Esberhn. Á ársfundi Fyrsta lút. safn. í W.peg í Janúar voru þessir emb.- menn kosnir fyrir söfnuðinn: Fulltrúar: Jón J. Vopni ('fors.J, Jón J. Bíldfell ('skrifarij, Magnús Paulson (íéh.), Jón Ólafsson, Brynj- ólfr Árnason. Djáknar: Mrs. J. Júlíus, Miss Jóhanna Straumfjörð, Mrs. H. G. Hinriksson Jrit.J, Arinbjörn Bardal ('form.J og Guð- jón Hjaltalín.— Seinna hefir hr. Jón Ólafsson sökum bilaðrar heilsu neyðzt til að segja af sér fulltrúa-embættinu, og var þá í hans stað í það embætti kosinn hr. Finnr Jónsson. Lúterssöfn.—Fulltrúar: H. Guðbrandsson ('fors.J, Stefán Eyj- ólfsson ('skrifarij, Vigfús Jónsson ('féh.J, Jósef Walter og Ó. K. Ólafsson; djáknar;: E. A. Brandson og Jón K. Ólafsson.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.