Sameiningin - 01.02.1911, Side 32
384
'5' ef hann hefSi fariö þangaö einn, þá myndi hann hafa not- *
aö sér þaö, aö samkvæmt stööu sinni var hann tengdr viö
ræðismanninn rómverska, og fólk hans, og búiö svo um,
aö hann þyrfti ekki aö rangla um á stöövum þessum, þar
sem allir voru honum ókunnir og enginn þekkti hann; þá
myndi hann hafa haft í huga allt, sem vert var aö sjá, og
íarið þangaö meö fylgd einsog sá, sem er aö reka ákveðiÖ
erindi; eða, ef hann heföi fýst að eyða nokkrum dögum í
náöum á þessum fagra stað, þá myndi hann hafa haft í
hendi bréf til yfirmannsins þar, hver sem hann svo væri.
Með þessu móti hefði staðið eins á fyrir honum og hinni
œpandi fólksþyrping, sem hann fylgdist með; hann hefði
verið þar til þess að virða fyrir sér það, sem þar bar fyrir
augu; hinsvegar bar hann þó enga lotning fyrir goðum
Lundarins, né lét þau sig neinu skifta. Einsog sá, er
orðið hefir fyrir sárum vonbrigðum, sem gjört hafa mann-
inn blindan, barst Ben Húr nú fyrir straumi; hann beið
ekki eftir forlaga-dísinni, heldr leitaði hann hennar til þess
i einskonar örvænting að bjóða henni byrgin.
Sérhver maðr þekkir af eigin reynslu þetta hugar-
ástand, þótt ef til vill hafi ekki allir haft þá reynslu á sama
stigi; allir munu við það kannast, að þá er þeir voru í
þessu ástandi, réðust þeir í sumt, sem hugrekki þurfti til,
að því er virtist með rósemi; og hver sem þetta les, mun
segja: Mikil heppni er það fyrir Ben Húr, ef heimska
iú, sem nú nær haldi á honum, er aðeins góðlátlegr trúðr
með hljóðpípu og málaðri húfu, en ekki nein ofbeldis-dís
. með oddhvössu sverði, sem engum vægir.
,,BJARMI“, kristilegt heimilis blað, kemr út í Reykjavík
tvisvar á mánuði. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í álfu
75 ct. árgangrinn. Fæst i bóksölu H. S. Bardals í Winnipeg.
„NÝTT KIRKJUBLAГ, hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og
kristilega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir rit-
stjóm hr. Þórhalls Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér í álfu 75 ct
Faest í bókaverzlan hr. H. S. Bardals hér í Winnipeg.
„BIMREIDIN", eitt fjölbreyttasta íslenzka tímaritið. Kemr út
i Kaupmannahöfn. Ritst. dr. Valtýr Guðmundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal í W.peg, Jónasi S. Bergmann
á Garðar o. fl.
„Sam.“—Addr.: Sameiningin, P.O. Box 2767, Winnipeg, Man.