Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 11
363
bót fyrir frainmistöðuna. í flestum liinna almennu
menntaskóla vorra er þess ekki framar krafizt, að num-
in sé frœði þau, sem vera eiga kristinni trú til sönnun-
ar; og í þeim skólum, þar sem námsmenn eiga kost á
tilsögn í þeim frœðum, ef þeir kjósa sér hana, nota
nálega engir aðrir sér þau réttindi en þeir, sem eru að
búa sig undir kennimannlega stöðu í kirkjunni. Svo
langt liefir þetta frjálsa val skólanámsgreina komizt,
að eg veit jafnvel til þess, að á prestaskóla gengu nem-
endr frá stórum háskóla, sem út í æsar höfðu lært grasa-
frœði og dýrafrœði, en vissu ekkert í undirstöðu-atrið-
um heimspekinnar.
Það er 0g auðsætt, að með því að leggja eingöngu
stund á þá eða þá grein náttúru-vísinda vilja menn
verða óhœfir til að kveða upp dóm um það, sem snertir
hugsanalíf og siðferðilega stefnu mannsins, eða til að
meta rétt söguleg rök. Eg hefi jafnvel hlustað á einn
hinna frægustu rithöfunda á svæði vísindanna í landi
voru, er liann féll í stafi af þeirri trú, að í sjónpípu
mætti eygja, síki í plánetunni Mars, sem sýndi sigrvinn-
ing hugsunar, yfir efni; og þó var maðr sá að því kunnr,
að hann trúði ekki undirstöðu-atriðum kristindómsins.
Voninni allri um lúð ókomna, sem kristnir rnenn leiða
útúr trú sinni, hafnaði hann svo sem því, er ekki fremr
gæti komið til greina en ‘vanheilög æfintýri og kerl-
inga-hégiljur’. En liann gat hleypt sér í alspennu gló-
andi vonar, er hann var í huganum að virða fyrir sér
framtíð þá, sem jörð þessi ætti í vændum, þótt enga
aðra átyllu hefði hann þar fyrir sér en líkur þært hinar
óendanlega veiku, sem útúr því voru leiddar, er í sjón-
pípunni átti að hafa sézt og af þótti mega ráða, livað
væri að gjörast á fjarlægri plánetu.
Sannleikrinn er sá, að sönnun fyrir tilveru guðs
liggr ekki á huldu í margbrotnuin og flóknum vísindum,
heldr er auðsæ í sköpunarverkinu hið ytra og skiljan-
leg hugsan ólærðra manna engu síðr en þeirra, sem
mestri fullkomnan hafa náð í öllum greinum mannlegr-
ar þekkingar. Sönnunin fyrir tilveru guðs verðr ekki
betr orðuð en gjört er í Hebreabréfinu 3, 4: „Þvá að