Litli Bergþór - 20.06.1995, Síða 17

Litli Bergþór - 20.06.1995, Síða 17
Biskupstungnaafréttur frh. eins og veðurfar er nú. Tæplega er unnt að tala um sumar nema 2 til 3 mánuði og vetrarríki yfirleitt mikið meira en hálft árið. Engar minjar eru þekktar um byggð á Framafréttinum, milli Sandár og Hvítár, en sagt er að bær hafi verið í Djúphólum sunnan við Sandá, en hann er löngu farinn í eyði um 1700. Silungur er víða í ám og vötnum á afréttinum. Veiði hefur helst verið stunduð í Hvítárvatni. Fyrstu sagnir af veiðiskap þar eru í þjóðsögunni af Bergþór í Bláfelli, en þar segir frá því að eftir að Hrefna yfirgaf karl sinn, Bergþór í Bláfelli, hafi þau aðeins hitst við silungsveiðar í Hvítárvatni. Gústaf Loftsson, Snorri Ingimarsson og Svanlaug dóttir hans, Helga Karlsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir í veiðiferð við Hvítárvatn. í áðurnefndri grein Sigurðar Pálssonar um Hvítárvatn gerir hann mikið úr því að þar hafi verið mikil veiði fyrrum. Bendir hann í því sambandi á rúst af hústóft í Karlsdrætti og sögnina um karlinn, sem stundaði þar veiði eftir að aðrir voru hættir því og lét folaldsmeri draga vaðinn yfir voginn með því að binda folaldið hennar hinum megin. Grein þessi virðist fyrst og fremst skrifuð til að hvetja til að farið verði að veiða þarna aftur og opinberu fé verði veitt í að koma því af stað. Ekkert mun þó hafa orðið úr því, og fer litlum sögum af veiðiskap næstu áratugina. Síðasti bóndinn í Hólum, Guðjón Helgason frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, stundaði veiði á ýmsum stöðum á afréttinum. Til dæmis fór hann einu sinni til veiða í Hvítárvatni um páskana, og var aðeins 11 ára barn í för með honum. Hann sagði frá því að hann hefði vaðið vatnið í geirvörtur og ýtt frá sér jökunum, þegar hann var að vitja um netin. Áhugi á veiði í vatninu kviknar aftur fyrir um aldarfjórðungi. Einstaklingur byggir veiðihús skammt frá Svartárósum og veiðifélag er stofnað. Síðan hefur veiðin verið leigð og jafnframt gerðar ýmsar rannsóknir á fiskinum á vegum veiðifélagsins. Samkvæmt þeim virðast ekki líkur á að þetta sé veruleg auðlind. Sama má víst segja um aðra veiðistaði á afréttinum, þó þar sé víða silung að finna. í gömlum heimildum um afréttinn, svo sem samningnum við Hrunamenn fyrir um hálfri annarri öld, er greint frá öðrum hlunnindum en silungsveiði. Fuglar hafa verið veiddir, og er líklegt að það hafi ekki verið síst fuglar í sárum, fjöðrum var safnað, grafið eftir hvannarótum og fjallagrös tínd. Þetta hefur allt lagst af fyrir löngu nema grasatínslan, sem er þó mest stunduð af öðrum en heimamönnum. Líklega eru elstu minjar um nýtingu á gæðum afréttarins kolagrafirnar, sem finna má á nokkrum stöðum á svæðinu sunnan við Bláfell. Svo sem áður var á minnst áttu tvær kirkjur í sveitinni skógarhögg þarna, Bræðratungukirkja við Bláfell og Torfastaðkirkja í Sandvatnhlíð. í byrjun 18. aldarer sagt að hann sé „aleyddur og í sand kominn." Leifar kolagrafanna og einstakir kolamolar í moldum sýna að þarna hefur fyrrum verið gert til kola. Minjar þessar eru ekki varanlegar. í botnum kolagrafanna verður eftir lítilsháttar af kolum og kvoðu úr viðnum, en þær fyllast af mold eða vikri þegar hætt er að nota þær og sjást ekki fyrr en botninn kemur í Ijós við uppblástur. Þegar áfram fýkur grefst undan botninum og brátt bera vindur og vatn hann í burtu. Á tímabili mátti sjá eina 7 slíka botna í vesturjaðri Brunnalækjatorfa, einn eða tvo niður við Brunnalækinn. Við Rótamannatorfur hafa einnig sést svona minjar, í sunnanverðum Bláfellshálsi og við torfurnar í Sandvatnshlíð. Tæknilegar aldursgreiningar á kolaleifunum virtast benda til að þær séu mjög gamlar, jafnvel frá því um það leyti sem yfirleitt er talið að landið hafi byggst. Þegar litið er til birkileifanna, sem finna má á afréttinum nú, og kolagerðarinnar fyrr á öldum er augljóst hve mjög gróðurfar hefur breyst. Þó birki sé að finna á einum 12 til 14 stöðum allt innan frá Þverbrekkum austan við Hrútfell, í Fróðárdal, Karlsdrætti, Skriðufelli, Bláfellshólma, Grjótá, Rótarmannatorfum, Sandvatnshlíð, með Jarlhettum, í Bláfellshólma og í Hvítárgljúfri innan við Gullfoss, fyllir það ekki margar kolagrafir, þó allt væri fellt. Það er því annar gróður, sem er miklu veigameiri bæði til að klæða landið og sem beitarplöntur. Hliðstæða hlunnindanytja fyrrum er ferðaþjónusta, sem hefur færst mjög í vöxt á afréttinum á síðustu árum. Lengi vel litu bændur á það sem sjálfsagðan hlut að nýta afréttargróðurinn án þess að leggja nokkuð af mörkum til að styrkja hann. Vísbendingar komu um að fénaður hefði ekki nóg þegar það sótti úr afrétti áður en fór að hausta. Meðan engin afréttargirðing var leitaði féð í byggð og var illa séð, einkum í slægjulöndum ájörðum, sem liggja næst afrétti. Snemma á síðustu öld voru viðbrögðin þau að leita eftir því að fara að nýta afréttinn fyrir innan Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.