Litli Bergþór - 01.04.1998, Page 10
Hreppsnefndarfréttir
Bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. nóv. 1997.
Kynnt framkvæmdaáætlun í fíkniefna og áfengisvörnum.
Einnig fylgir með bréf verkefnisstjórnar áætlunarinnar
„ísland án eiturlyfja 2002”. Vísað til félagsmálanefndar.
Hreppsnefndarfundur 13. janúar 1998.
Tilboð Límtrés í byggingu íþróttahússins. Borist
hefur tilboð í byggingu íþróttahússins frá Límtré hf.
Burðargrind úr límtré og klæðning úr yleiningum,
uppsetning á aðalhúsi, áhaldageymslu og tengibyggingu.
Heildarverð í efni og uppsetningu kr. 34.330.000,-.
Oddvita falið að vinna að fjármögnun.
Kostnaðaráætlun til Jöfnunarsjóðs.
Kostnaðaráætlun vegna íþróttahúss sem lögð verður fyrir
Jöfnunarsjóð kynnt. Heildarkostnaður kr. 54.630.660.-.
Skólanefndarfundargerð 8. janúar 1998.
Skólastjóri óskar eftir aukningu á kennslukvóta um 6
stundir á viku til kennslu 5.-6. bekkjar. Skólastjóra veitt
heimild til aukningar um allt að 6 stundir á viku, enda
hætti stuðningsfulltrúi að aðstoða við kennslu bekkjanna.
Skólanefnd falið að fylgjast með málinu.
Bréf Lögmanna Eiðistorgi 8. jan. 1998. Hrefna
Markan telur að hún hafi orðið fyrir tjóni, sem
Biskupstungnahreppur beri ábyrgð á vegna kennarastöðu
sem hún sótti um. Hann gefur Biskupstungnahreppi 10
daga frest til að taka afstöðu til bótaskyldu sinnar. Samþ.
að fela lögmanni hreppsins að skoða málið.
Bréf heimilisfólksins Heiði 4. jan. 1998.
Hreppsnefnd er hvött til að beita sér fyrir því að þeir
rúmu 4 km sem eru á vegaáætlun á Biskupstungnabraut
1997 með uppbyggingu og bundnu slitlagi verði að
veruleika á þessu ári. Hreppsnefnd tekur undir erindið
og samþ. að þrýsta á um verkefndið.
Hreppsráðsfundur 3. febrúar 1998.
Bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. jan. 1998.
Kynnt ný lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur sem tóku
gildi 1. jan. 1998. Húsaleigubótakerfið nær nú til allra
sveitarfélaga og ekki er lengur undanskilinn réttur til
húsaleigubóta ef leiguíbúð er í eign rfkissjóðs,
sveitarfélags eða fyrirtækis sveitarfélags.
Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 12. janúar 1998.
Kynnt fyrirkomulag lánveitinga árið 1998. Oddviti
kynnti að hann hefði sótt um kr. 25 millj. úr sjóðnum til
byggingar íþróttahúss.
Bréf Hagstofunnar og íbúaskrá 1998 dags. 20. jan.
Athugasemdir skulu hafa borist fyrir 7. febr. 1998.
Starfsfólk hreppsins hefur yfirfarið skrána og gert
lítilsháttar athugasemdir. Eftir þá yfirferð er
heildaríbúafjöldi 516.
Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 22. janúar 1998.
Kynnt stofnun „úrskurðamefndar um grunnskóla-
kostnað" nemenda utan lögbýlissveitarfélags ef ekki næst
samkomulag um skólakostnað.
Bréf Skólaskrifstofu dags. 12. jan. 1998. Kynnt
endurmenntunamámskeið fyrir kennara í júní og ágúst
1998. Þar kemur skýrt fram að „áritun skólastjóra án
fyrirvara, skuldbindur sveitarfélag til greiðslu ferða og
dvalarkostnaðar skv. þeim reglum, sem í gildi eru. því er
nauðsynlegt að skólastjóri hafi um það skýrar reglur
hvaða heimilidir hann hafi til þess að staðfesta umsókn
kennara um námskeið”.
Bréf Barnaverndarnefndar dags. 26. jan. 1998.
Eftirfarandi bókun kemur fram í fundargerðinni og er
henni beint til allra sveitarfélaganna í
Laugaráslæknishéraði.
„Sameinuð bamavemdamefnd uppsveita Amessýslu,
Barnavemdamefnd Laugaráslæknishéraðs, vill beina
þeim tilmælum til stjóma sveitarfélaganna, sem að
nefndinni standa, að ganga nú enn lengra í sameiningunni
með því að sameina félagsmála- og bamavemdamefndir
allra sveitarfélaganna í eina nefnd“. Einnig er lagt til að
ráðinn verði félagsráðgjafi/sálfræðingur í stöðu við
Heilsugæslustöðina í Laugarási, sem þessi nefnd hefði
aðgang að.
Hreppsráð leggur til að ein nefnd starfí í framtíðinni
fyrir allt svæðið og að ráðinn verði félagsráðgjafi/
sálfræðingur í fullt starf. Stefna beri að því að þetta
komist í framkvæmd á miðju ári 1998.
Framhaldsaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands 6.
febr. 1998. Með fylgir fundargerð aðalfundar frá 27. maí
1997 þar sem ákveðið var að boða til framhalds-
aðalfundar og leitað yrði á meðan sátta varðandi urðun
utanaðkomandi sorps.
Lögð hefur verið fram stefna á hendur
Biskupstungnahreppi fyrir hönd Hrefnu Markan
Harðardóttur Einiholti, Bisk. vegna þess að hún var ekki
ráðin í kennarastöðu við Reykholtsskóla, skólaárið 1997-
1998, en hún er með full kennararéttindi. Stefnandi fer
fram á bætur kr. 4.183.773,-. Lögmanni Biskupstungna-
hrepps, Sigurði Jónssyni, hefur verið falið að undirbúa
vöm í málinu.
Hreppsráðsfundur 9. febrúar 1998.
Aðalskipulag. Pétur Jónsson mætti á fundinn og
kynnti umræðutillögu að aðalskipulagi
Biskupstungnahepps 1998-2010. Um er að ræða fyrsta
áfanga og fylgir með henni drög að greinargerð.
Hreppsnefndarfundur 10. 2.1998.
I stað bókunar hreppsráðs komi: Hreppsnefnd
leggur til að ein nefnd starfi í framtíðinni fyrir allt svæðið
og að ráðinn verði félagsráðgjafi - sálfræðingur í fullt
starf. Stefnt beri að því að þetta komi til framkvæmda á
árinu 1998.
Samningur við Límtré um byggingu íþróttahúss.
Staðfestur.
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að leggja til
við oddvita hinna uppsveitahreppanna að boðað verði
sem fyrst til fundar formanna skólanefnda þar sem hafnar
verði umræður um framtíðarfyrirkomulag skólanna á
svæðinu.
Hreppsráðsfundur 24. febrúar 1998.
Erindi hluthaf‘afundar S.B.S. dags. 19. febr. 1998.
Þar er kynntur áhugi fyrirtækisins að kaupa upp smærri
hluthafa í fyrirtækinu. Nafnverð Biskupstungnahrepps er
kr. 128.820,- og gerir stjórnin ráð fyrir að kaupa bréfín á
Litli - Bergþór 10