Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 20
Frá uppruna til ævistarfs frh.
Eftir lát Friðriks fetuðum við yngri bræðumir 3 í
fótspor hans innan KFUM. Bjami tók við forystu í
Laugamesi og starfaði þar lengi í KFUM. Hann lærði
húsamíði og kenndi smíðar við Laugarnesskóla. Seinna
varð hann lektor við Kennaraskólann í handiðn.
Mér var gert að taka við forystu í 3. sveit og var þar í
nokkur ár. Mig skorti hinsvegar foringjahæfileikana sem
bræður mínir höfðu, og var líka of ungur og feiminn.
Þetta var mér því hálfgerð nauðungarvinna og kostaði
mig nokkra baráttu að losna frá því.
Sr. Friðriki Friðrikssyni kynntist ég aðeins lítillega
áður en hann fór utan til Danmerkur fyrir stríðið. En í
fjarveru hans voru ráðnir 2 ungir menn, þeir Ástráður
Sigursteindórsson og Sr. Magnús Runólfsson, en sá
síðarnefndi varð framkvæmdastjóri KFUM, og stjómuðu
þeir daglegu starfi í KFUM. Þeir höfðu báðir mikil áhrif
á okkur bræður. Það var Ástráður sem hratt mér af stað
sem predikara fyrir aldur fram. Eg var stór eftir aldri og
fullorðinslegur og var sendur í pontu að flytja hugvekjur.
Eg átti hinsvegar mjög erfitt með þetta og hljópst reyndar
á brott í fyrsta sinn, - segir Sr. Guðmundur og kímir. -
En það var ekki hægt að hlaupast á brott tvisvar og ekki
annað að gera en herða sig upp. Og eftir það var ekki
aftur snúið.
Ástráður vígðist aldrei, en helgaði sig KFUM. Var
skólastjóri Ármúlaskólans og síðar framkvæmdastjóri
Biblíufélagsins um tíma á efri árum.
Sr. Magnús Runólfsson vígðist aðstoðarprestur á
Akranesi og varð seinna prestur í Árnesi í Trékyllisvík.
Hann var alla tíð ókvæntur og lifði hálfgerðu munklífi,
mjög fómfús og vandaður maður. Hann var hálfbróðir
Karls O. Runólfssonar tónskálds. Hann var merkilegasti
guðfræðingur sem ég hef kynnst og mikill áhrifavaldur
um guðfræðistefnu mína og trú. Hann fór eigin leiðir í
guðfræðinni og hafði sinn ræðustíl, faldi ekkert í
skrúðmælgi né fagurgala. Talaði knöppum orðum, án
viðbótar frá sjálfum sér.
Einn af KFUM-drengjunum var Sigurður A.
Magnússon, eða Diddi Magg eins og við kölluðum hann.
Hann var ári á undan mér í gagnfræðaskólanum og var
duglegur. Hann stofnaði Kristilegt félag
Gagnfræðaskólans í Reykjavík, og enn var þetta
eingöngu félagsskapur drengja. Við Felix bróðir minn
gengum í félagið árið eftir. En um það leytið sem við
útskrifuðumst var félagið í upplausn. Ég innritaðist þá í
3. bekk Menntaskólans í Reykjavík, en Felix bróðir
minn, sem var ári lengur í gagnfræðaskóla, fór 16 ára í
kristniboðsskóla í Noregi og dvaldist þar næstu 6 árin. í
Noregi áttum við náið skyldfólk, sem var Ólafur Felixson
afabróðir minn og fjölskylda hans.
í Menntaskólanum átti ég frumkvæði að því að stofna
Kristileg skólasamtök. Og þó ég vilji ekki hreykja mér af
því, þá var það bylting að sínu leyti, því það var opið
bæði fyrir stúlkur og stráka. Fyrsti formaður þessa félags
var Jónas Gíslason síðar vígslubiskup. Ég tel að félagið
haft skipt sköpum í kristilegu félagsstarfi, því áður höfðu
kynin verið algjörlega aðskilin í KFUM og KFUK. Nú
hófust kynni milli kynja og upp úr því urðu mörg
hjónabönd. Og þetta fólk dreifðist um landið og hefur
starfað í söfnuðum vítt og breitt.
Af bekkjarfélögum mínum í máladeild MR má telja
Benedikt Sigvaldason, lengi skólastjóra Héraðsskólans á
Laugarvatni, sem sat fyrir framan mig og Magnús
Sigurðsson sem
síðar var læknir á
Selfossi.
Sessunautur minn
var Haukur
Þórðarson, síðar
yfirlæknir á
Reykjalundi, en
Þórður faðir hans
átti Hrauntúnið hér
í Biskupstungum.
Guðbjörg systir
Þórðar var gift
Guðjóni Guðm. Oli og Jóhannes Ólafsson (lœknir og
Rögnvaldssyni á kristinboði í Eþíópíu, sonur Ólafs Ólafss.
Tjörn. Nú, í kristinboða).
þessum árgangi voru einnig Þór Vilhjálmsson,
Ragnhildur Helgadóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Svava
Jakobsdóttir o.fl.
Ég verð svo stúdent frá MR vorið 1949 og var
óráðinn um framhaldið fyrst í stað.
Helga, systir Önnu, ánetjaðist starfinu í KFUK í
gegnum Friðrik bróður minn, og eftir lát hans var hún
okkur bræðrunum sem systir. Hún var í tónlistarnámi hjá
Páli Isólfssyni, og studdu foreldrar mínir hana til að
kaupa píanó. Ég hafði kynnst tónlist á heimili foreldra
minna, en meira þó í gegnum móðursystur mína, sem var
gift manni með tónlistaráhuga. Hann átti nokkuð af
hljómplötum og eins áttu foreldrar mínir hljómplötur. En
eftir að Helga kom á heimilið kynntist ég fyrst lifandi
tónlist og þar á meðal verkum Bachs. - Bach varð síðan
einn af mestu áhrifavöldum í lífi mínu. -
Helga var forystumaður í KFUK og formaður
sumarbúðastarfs KFUK í áraraðir. Undir hennar forystu
voru byggðar upp sumabúðimar í Vindáshlíð fyrir gjafafé
og í sjálfboðavinnu.
Hún hafði verið mjög efnilegur nemandi í skóla ísaks
Jónssonar. Það má kannski ekki segja það, en betri
borgarar sóttu um að koma bömum sínum í þann skóla.
Eftir að Helga útskrifaðist úr Kennaraskólanum, valdi
Isak Helgu til að vera kennara við Grænuborgarskóla,
æfingaskóla Kennaraskólans. Eftir dauða Isaks klofnaði
skólinn í tvennt, annarsvegar Grænuborgarskóla og
hinsvegar Isaksskóla.
Friðrik bróðir minn kaus sér einkunnarorð:
IMMANUEL, sem þýðir: Guð með oss. Þetta var
leyniorð meðal drengjanna hans og á legstað hans er það
letrað: Guð með oss. I Vatnaskógi var síðar reist
kapella, sem Bjami bróðir minn teiknaði og faðir okkar
byggði. Fjölskyldan gaf klukku í kapelluna og létum við
rita á hana orðið “Immanuel” í minningu Friðriks.
Litli - Bergþór 20