Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.04.1998, Blaðsíða 30
f gömlum leikafrekum í Biskupstungum...frh verði ekki komist, því að varla getur nokkur leikkona ætlast til þess að gera betur en svo að hún heilli til sín karlmann til lífstíðar, og hann átta árum yngri en hún er sjálf. Heimildir: Annarhvor verður að giptast. Gamanleikur í 1 þœtti. Reykjavík, Isafoldarprentsmiðja, 1897. Eimreiðin XVIII (1912). Einar Hjörleifsson [Kvaranj: Frá ýmsum hliðum. Sögur. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson, 1913. Syndir annara. Sjónleikur í þrem þáttum. Reykjavík, Þorsteinn Gíslason, 1915. Iðunn. Tímarit til skemmtunar og fróðleiks VI (1888-89). Inn til fjalla. Rit Biskupstungnamanna í Reykjavík II. Reykjavík 1953. Kristín Sigfúsdóttir: Tengdamamma. Sjónleikur ífimm þáttum. Akureyri, útgáfa Björns Jónssonar, 1923. Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Lceknar á Islandi. önnur útgáfa. 1. Reykjavík, Lœknafélag íslands/ Isafoldarprentsmiðja, 1970. Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags LXXXII (1908). Sunnlenskar byggðir I. Tungur, Hreppar, Skeið. Búnaðarsamband Suðurlands, 1986. Sveinn Einarsson: Islensk leiklist II. Listin. Reykjavík 1996. Leikhúsið við Tjörnina. Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1972. Halldór Þórðarson á Litla-Fljóti: Kveðskapur eftir Þórð Kárason á Litla-Fljóti. Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi: Ungmennafélag Biskupstungna 1. og 3. bók. Eundargerðabœkur 1908-20. 14. bók. Stœrsta syndin. Handskrifað leikrit. Heimildarmenn: Arnór Karlsson í Arnarholti (f. 1935) Eiríkur Tómassonfrá Helludal, nú að Laugarvatni (f. 1921) Helga Karlsdóttir á Gýgjarhóli (1928-97) Hreinn Erlendsson frá Dalsmynni, síðast á Selfossi (1935-97) Sveinn Einarsson leiklistarfrœðingur í Reykjavík (f.1934) Sveinn Kristjánssonfrá Drumboddsstöðum, nú í Reykholtshverfi (f.1912) Valdimar Pálssonfrá Spóastöðum, nú á Selfossi (f. 1905) Þorbjörg Eiríksdóttirfrá Torfastöðum, nú í Kópavogi (f. 1913) Þóra Bjömsdóttirfrá Brekku, nú í Reykjavík (f. 1916). Körfuknattleikur veturinn '91-'98 Á fundi í haust þar sem saman voru komnir stjómarmenn í íþróttadeildinni og formenn nefnda innan íþróttadeildarinnar var tekin sú ákvörðun að kanna áhuga á því að fara með körfuboltaæfingamar út að Laugarvatni í vetur. Foreldrar tóku vel í þessa hugmynd, og nú skiptast foreldrar á að keyra á æfingarnar sem em einu sinni í viku. Illa gekk í byrjun að fá þjálfara, en að lokum fengum við tvo áhugasama körfuboltamenn úr Menntaskólanum til að taka að sér starfið. Þeir voru fram í nóvember, en þá fengu þeir tvo skólabræður sína til að taka við og hafa þeir staðið sig mjög vel. Hópnum er skipt í tvennt, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk og em þeir með sinn þjálfarann hvor. Hjörtur Hilmarsson er með eldri hópinn. Þeir byrjuðu á því að taka þátt í hraðmóti HSK í haust og urðu þar í 2. sæti. Síðan hafa þeir verið að spila í unglingamóti HSK og gengið alveg þokkalega. þegar þetta er skrifað eru þeir búnir að vinna þrjá leiki og tapa fjórum, en þrír leikir era eftir. Stefnt er að því að klára mótið í mars. Sveinn Rúnar Júlíusson þjálfar yngri hópinn. Þeir em búnir að fara út að Flúðum og spila þar æfingaleiki, en þessi hópur skiptist í tvo aldursflokka. Yngsti hópurinn 4.-6. bekkur spilaði á hraðmóti HSK í Þorlákshöfn fyrir skömmu og lentu þar í 3. sæti, þetta var fyrri umferðin af tveimur og mjög skemmtilegt mót. 7.-8. bekkur keppa á samskonar móti sem verður bráðlega. Síðan eiga þeir eftir að keppa á Garðyrkjumótinu, en þar keppa Hrunamenn, Grímsnesingar, Laugdælir og Tungnamenn. Eg vil einnig geta þess að þau Sigríður og Már hóteleigendur að Geysi, gáfu íþróttadeildinni nýja búninga á körfuboltaliðið og færum við þeim bestu þakkir fyrir. Kveðja Áslaug. Litli - Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.