Litli Bergþór - 01.03.2003, Síða 20

Litli Bergþór - 01.03.2003, Síða 20
vinur Gulla dregið hann með sér. Við höfðum sést í mötuneytinu áður, en ekkert talað saman. En þarna sá ég hann í hópi 5-6 stelpna og var að virða hann fyrir mér, þegar hann lítur á mig, gengur svo til mín og býður mér upp í dans. „Þekkjumst við?” spurði hann og ég svara: “Nei, en það gæti komið að því”! Og það gekk eftir! Nú, svo stunduðum við bæði okkar nám og höfðum lítinn tíma fyrir hvort annað. Við trúlof- uðum okkur samt 1960 og ég hafði það val að koma með Gunnlaugi til Islands. Ég ákvað að líta á það og fór með Gulla þegar hann fór heim til íslands í praktikum (verknám) hjá móðurbróður sínum, Jóni Pálssyni á Selfossi, 1961. Valdi ég af ásettu ráði versta tíma ársins til að kynnast íslandi! Við komum til íslands 13. febrúar 1961, man ég, og við vorum hér í 2 mánuði. Fyrsta daginn í Reykjavík dvöldum við hjá föðursystur Gunnlaugs, Guðrúnu Briem og þar var ég strax klædd í ís- lenskan skautbúning. - Getur nokkur fengið hlýlegri móttökur?! 1 skautbúningnum. Og þessa fyrstu daga á íslandi kynntist ég flest- um úr föður- og móðurætt Gunnlaugs, t.d. bræðrum Skúla, þeim Inga og Steindóri og einnig systrum Valgerðar, þeim Láru, Ingibjörgu, Sigurbjörgu, Kristínu og bræðrunum Stefáni og Sigsteini og þeirra fjölskyldum. Síðan bjuggum við hjá Jóni bróður hennar á Selfossi, og þar kynntist ég sonum Jóns, sérstaklega Óla og konu hans Hugborgu og þeirra strákum. Voru þessi fyrstu kynni upphaf vináttu, sem hefur haldist síðan. Selfoss var þá lítill bær, bara kaupfélagið, bíó og búið liggur við. Reyndar voru tvær aðrar búðir þarna, símstöð, Tryggvaskálinn, og svo skóli og sundlaug. Jón tók mig í smá útsýnisferð um Selfoss og nágrenni en annars var lítið við að vera. Gunnlaugur alltaf í burtu í vitjunum. Þarna lærði ég samt strax að búa til lystar- og súrdoðaskammta og skrifa á hvern pakka með 5 skömmtum í: „1 skammtur á dag, leyst upp í mjólk eða vatni“. Það kom sér vel síðar að kunna það! Einnig fór ég stundum með Gulla í vitjun, en hann var ekki sérstaklega hrifinn af því. Þá var okkur nefnilega ávallt boðið inn í kaffi, - inn í stofu með fínasta stellinu,- Og þetta tók allt of langan tíma fannst Gunnlaugi! Ég dáðist mikið að „Hnallþórunum“, sem ís- lenskar húsfreyjur báru á borð. Þó að ég væri háskólagengin í heimilisfræði, hafði ég aldrei kynnst slíku í Þýskalandi. Aslaug Stephensen, kona Jóns var mikil búkona og kenndi mér íslenska matargerð. Reyndar fékk ég engar praktiska reynslu, heldur bara frásögn um slát- ur-, kæfu- og sviðasultugerð. Ég talaði náttúrlega enga íslensku, í Þýskalandi töluðum við alltaf þýsku saman við Gunnlaugur. Það eina sem ég kunni í íslensku var vísan sem byrjar svona: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur prestur,“ og svo nokkur smáorð eins og já, nei, sæll og bless. Og svo fórum við saman í Bræðratungu. Ef ég hefði verið hjátrúarfull, hefði ég aldrei settst að í þessu landi. Hjá Áshildarmýri á Skeiðum var ég að dásama sólarroðann og rétt á eftir skall á þreifandi blind-bylur. Sáum ekki vegkanntinn eða neitt. Svo villtist Gulli og ég gerði auðvitað grín að honum fyrir að rata ekki heim til sín. En þá hafði Iðubrúin komið meðan hann var úti í námi og hann þekkti ekki nýja veginn. Hjá Galtalæk vorum við alveg stopp og þurftum að klofa snjóinn í læri heim í Tungu. Og þar var ég skilin eftir, meðan Gulli fór aftur í sitt praktikum á Selfossi! Eina hjálpin var þýsk- íslensk orðabók, sem Páll, bróðir Gulla, tróð undir arminn á mér og sagði að gæti komið sér vel. Valgerður talaði bara íslensku og með hjálp Renata og Gunnlaugur á trúlofunardaginn. Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.