Litli Bergþór - 01.03.2003, Síða 23
við svo loks í Launrétt. Ég man það, því það var
daginn fyrir eins árs afmæli Helgu, sem fæddist 24.
sept. 1963.
Launréttin var reyndar alls ekki fbúðarhæf þegar
við fluttum inn. Bragi hafði flutt inn í húsið hálf
frágengið, svo það var aldrei klárað. f því voru
alkalískemmdir, það var ómálað og hriplekt. Eina
íbúðarhæfa, þ.e. þurra herbergið í húsinu var eld-
húsið.
Ekkert kalt vatn var í húsinu, það þurfti því að
kæla heita vatnið til að hægt væri að nota það til
allra almennra nota. Ég held að besta jólagjöf, sem
ég hef fengið var þegar kalda vatnið kom fyrir jólin
1964. Þá var búið að byggja sláturhúsið og þess
vegna var lagt kalt vatn í Laugarás. Eftir langa
mæðu fengum við svo loks verkamenn til að gera
við verstu skemmdimar á húsinu, en það tók mörg
ár að koma því í gott lag.
Launrétt 1.
Ég hafði nóg að gera þessi ár. Fyrir utan það að
vera móðir, - en Elín fæddist 1965 og þá voru
börnin orðin þrjú, — var ég ráðskona fyrir verka-
menn og afgreiddi í apótekinu. Gulli var lengst af
héraðsdýralæknir á Skeiðum, í Grímsnesi,
Þingvallasveit, Gnúpverja- og Hrunamannahreppi
fyrir utan Biskupstungurnar. Svæðið var ca. 50 km
radius um Laugarás og vegir mjög svo bágbomir og
seinfamir. Hann var á vakt allan sólarhringinn, alla
daga vikunnar og stundum var hann svo þreyttur að
ég setti börnin í skottið og keyrði hann í næstu
vitjun, svo að hann gæti sofið á leiðinni. Oft þurfti
ég að vera „aðstoðardýralæknir“ og hjálpa t.d. við
keisaraskurð eða geldingar á hestum. En mest var
ég í því að afgreiða lyf. Kannski hef ég í gegnum
árin búið til lysta- og súrdoðaskammta í tonnatali og
blandað heil ósköp af snefilefnablöndu, sem var þá
allra meina bót. Þannig kynnist ég flestum bændum
í héraðinu og „sameining sveitarfélaga“ er ekkert
nýtt í mínum augum og mér finnst sjálfsagt að
hagræða.
Oft var ég spurð um góð ráð, - hvað hægt væri
að gera þangað til Gulli kæmi. - Einu sinni var ég
svo uppgefin þegar Sveinn á Drumboddsstöðum
hringdi í 3. eða 4. skipti og kvartaði yfir því að
„kýrin gæti hvorki lifað né dáið“, að ég spurði hann
hvort hann hefði reynt að skera af henni hausinn??
Sveinn tók þessu vel og alltaf síðan tók hann fram,
áður en hann spurði mig ráða, að hann væri búinn
að reyna að skera af henni hausinn!.
Dœturnar Elín, Barbara og Helga á Ljúflingi, sem œttaður var
frá sr. Guðmundi.
Bændum þykir alltaf sjálfsagt að ég þekki þá á
röddinni. Einu sinni hringdi bóndi og bað um Gulla
og ég vildi vita hver hann væri. En í staðinn fyrir
að segja til nafns lýsti hann gamla sveifarsímanum
sínum svo vel, að ég vissi að það gat enginn annar
verið en Erlendur í Dalsmynni.
Þangað til sjálfvirki síminn kom 1981 var
símasamband frá kl 8 á morgnanna til 8 á kvöldin í
gegnum símstöðina í Aratungu og margir á sömu
línu. Stundargaman margra var að hlusta á símtöl
annarra. Við Margrét á Miðhúsum töluðum oft
saman á þýsku og gerðum það svo af skömmum
okkar að kasta inn nöfnum væntanlegra hlustenda,
þó svo að við værum að tala um allt annað en þá.
Ef við fundum ekki orðin á þýsku, eins og t.d.
„brúsapallur“, notuðum við bara íslensku orðin og
þá gleymdum við okkur stundum og vorum allt í
einu farnar að tala íslensku án þess að taka eftir því
sjálfar.
Svo fór ég strax að rækta. Við fengum ráðgjöf
hjá Ola Val, sem sá bara leirmold og útrænu og
sagði að við gætum gleymt trjárækt á þessum stað.
En á lóðinni var ein lítil kræklótt birkihrísla og ég
fékk leyfi hjá Gunnlaugi til að kaupa 15 trjáplöntur.
Eitthvað „heyrði ég illa“ því ég fór og keypti 150
plöntur af öllum gerðum. Þegar ég kom með þetta
heim horfði Gunnlaugur bara á mig og spurði
hvemig ég ætlaði að fara að því að koma þessu öllu
í jörðina. Það var vor og mikið að gera hjá
Gunnlaugi, svo ekki fékk ég hjálp hjá honum. En
krakkarnir hjálpuðu mér, báru skít í holurnar með
berum höndunum og um miðnættið kom
Gunnlaugur kannski heim og hjálpaði eitthvað til.
Reyniber týndi ég í Bræðratungu, hakkað þau í
hakkavél, blandaði hænsnaskít saman við og sáði.
Það komu upp plöntur í 5 ár úr þeirri sáningu. Svo
fékk ég ónýt birkifræ og gat prikklað úr þeim. Og
þannig óx skógurinn í kringum Launrétt.
Litli Bergþór 23