Litli Bergþór - 01.03.2003, Page 29

Litli Bergþór - 01.03.2003, Page 29
neðan heiði, hann var hinn fyrsta vetur með Þórði skeggja, mági sínum. Um vorið fór hann upp um heiði að leita sér landkosta, þeir höfðu náttból og gerðu sér skála, þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan, komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Öxará, þeir týndu þar öxi sinni, þeir áttu dvöl undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reyðarmúla, þar lágu þeim eftir árreyðar þær, er þeir tóku í ánni. Ketilbjöm nam Grímsnes allt upp frá Höskuldslæk og Laugardal allan og alla Biskupstungu upp til Stakksár og bjó að Mosfelli. Böm þeirra voru þau Teitur og Þormóður, Þorleifur, Ketill, Þorkatla, Oddleif, Þorgerður, Þuríður. Skæringur hét einn sonur Ketilbjarnar laungetinn. Ketilbjörn var svo auðugur að lausafé, að hann bauð sonum sínum að slá þvertré af silfri í hofið, það er þeir létu gera, þeir vildu það eigi, þá tók hann silfrið upp á fjallið á tveimur uxum og Haki, þræll hans, og Bót, ambátt hans, þau fólu féð svo eigi finnst. Síðan drap hann Haka í Hakaskarði, en Bót í Bótarskarði. Teitur átti Ólöfu, dóttur Böðvars af Vors, Víkinga- Kárasonar, þeirra sonur var Gissur hvíti, faðir ísleifs biskups, föður Gissurar biskups. Annar sonur Teits var Ketilbjöm, faðir Kolls, föður Þorkels, föður Kolls Víkverjabiskups. Margt stórmenni er frá Ketilbimi komið. Mosfell í Grímsnesi Förum nú lítillega yfir þessa meitluðu frásögn Landnámu. Þar kemur m.a. fram að ísland er víða byggt við sjávarsíðuna þegar Ketilbjöm kemur til Islands. Eða eins og segir: „Ketilbjörn fór til Islands, þá er landið var víða byggt með sjó“. Væntanlega hafa menn þá þegar verið búnir að nema bestu landssvæðin er að sjó lágu. Ketilbjöm leitar því inn til landsins til búsetu. Fróðlegt er að fylgja þeim örnefnum er fram koma í för hans og fylgdarliðs hingað í uppsveitir Árnessýslu. Skip hans heitir Elliði. Þetta skip verður tilefni örnefna sem allir landsmenn þekkja á okkar dögum þ. e. Elliðavogur, Elliðaár, Elliðaárdalur og Elliðavatn. Síðan heldur Ketilbjörn með mönnum sínum yfir Mosfellsheiði og þeir gera sér skála við Þingvalla- vatn og ber bærinn þar síðan nafnið Skálabrekka. Við ána er þar féll í vatnið týna þeir öxi og fær áin þá nafnið Öxará. Hér er freistandi að skýra frá því hvernig þjóðsagan um Jóra í Jórukleif skýrir nafnið á Öxará. Jórunn hét stúlka ein. Hún var bóndadóttir ein- hvers staðar úr Flóa í Sandvíkurhrepp í Flóa. Ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar. Átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur. En er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór held- ur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálægt út á miðja á. Síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið: „Mátulegt er meyjarstig,/ mál mun vera að gifta sig/.“ Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi skammt frá Nesjum. Eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð hið versta tröll og grandaði bæði mönnum og mál- leysingjum. Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðar heitir Jórustöðull. Er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Á sjónarhól skyggndist hún eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður var nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og ham- römm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum, en engu fengu þeir áorkað að heldur. Nú þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð eftir að hún trylltist, né heldur til að stökkva henni burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað Litli Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.