Foreldrablaðið - 01.11.1959, Síða 10

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Síða 10
Austurbæjarskóli. Skólastjóri: Arnfinnur Jónsson. — Yfirkennari: Jónas Jósteinsson. í vetur eru í skólanum 1320 börn í 47 bekkjardeildum. Er það nokkur fækkun síðan í fyrra, en þá voru 1453 börn í skólanum í 53 bekkjardeildum. Þær breytingar hafa á orðið, að 9 ára börn úr Hlíðaskólahverfi, sem áður fluttust í Austurbæjarskólann, verða nú áfram í Hlíðaskóla. Þá hefur börn- um á skólaskyldualdri fækkað nokkuð í gamla bænum, og eru því allmörg 8 ára börn úr Miðbæjarskólahverfi látin sækja Austurbæjarskólann í vetur. Vegna þessarar fækkunar er því aðeins tvísett í skólastofurnar. Breiðagerðisskóli. Skólastjóri: Hjörtur Kristmundsson. — Yfirkennari: Gunnar GuÖröðsson. í vetur eru í skólanum 1273 börn í 46 bekkjardeildum. Þrengsli eru mikil og er þrísett í 16 af 17 kennslustofum. Nú er verið að ljúka viðbyggingu við skólann og er þar mjög vistlegur samkomusalur. f ráði er að byggja aðra álmu við a&albygginguna og verða þar 10 kennslustofur. Búið er að bjóða út verkið. 8 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.