Foreldrablaðið - 01.11.1959, Page 34
Ég vil nefna hér sem dæmi Major-
stua-skóla í Olsó. Skólinn stendur á
krossgötum og slysahættan því mikil í
grennd við hann. Það var því brýn
nauðsyn þar, að nemendur öðluðust
meira öryggi í umferðinni. Haustið
1952 hófst þessi starfsemi við skólann
og fyrsta gæzlusveitin tók til starfa, sú
fyrsta í landinu. Mér er persónulega
kunnugt um, að skólastjórinn þar beitti
sér af alhug fyrir þessu. Hann tjáði
mér, að síðan þessi starfsemi hófst,
hefði slysum fækkað um helming í
grennd við skólann. Það var tekið fullt
tillit til sveitarinnar, þegar hún tók til
starfa. Starfsemi þessi fer nú fram í
nærfellt 50 skólum þar í borg.
Hver gæzlusveit skiptist í þrjár deild-
ir, hver deild starfar viku í senn og
32 FORELDRABLAÐIÐ
tekur þátt í stjórn götuumferðarinnar
fjórum sinnum á dag, þ. e. á þeim tíma,
þegar flest börn eru á ferð að og frá
skólanum. Þessi starfsemi hefur gefizt
sérstaklega vel. Á hverjum degi fara
hundruð barna út á götur og gatnamót
í grennd við skólana í Osló og taka þátt
í stjórn umferðarinnar, jafnt akandi
sem gangandi manna. Það hefur oft
komið í ljós, að fullorðið fólk getur
mikið lært af börnunum varðandi um-
ferðarreglur og öryggi í umferð. Það er
talið mjög auðvelt að kenna börnum
frumatriði slíkra reglna og hér er um
að ræða. Þess vegna er umferð gang-
andi manna tekin til meðferðar um leið
og börn hefja skólagöngu. Síðast öðlast
þau svo fræðslu um skyldur og rétt
ökumanna.