Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 13
Það var ekki nema sanngjarnt að vinna eitthvað fyrir mat sínum, ekki sízt ef það var satt, sem fólkið sagði, að þau væru mjög nákvæm í útlátum á honum. Hún fór að tala og kærði sig ekkert um furðu og gremjusvipinn á áheyrend- um sínum. — Þið hafið nóg af flugum hérna, sagði hún ánægjulega, eins og þetta væri mesta hrós. — En það er ágætt. Þær vöktu mig, svo að ég komst út í góða veðrið. Eg er búin að fara um allan garðinn. Hann er reglulega falleg- ur, og — og ég hitti Lenu. Inga þagnaði, því að augnaráð Rikku,' frænku hennar, var orðið svo strang- legt, að henni varð ekki um sel. — Börn eiga ekki að masa svona mik- ið við borðið, sagði hún. — Mamma þín hlýtur að hafa kennt þér jafn sjálf- sagða kurteisi. Það lagði af henni ís- kulda. Inga varð niðurlút og þagnaði. Það var líklega alls ekki hægt að gera Rikku frænku til geðs. — En hvernig þekkir þú annars Lenu? spurði Rikka og sópaði brauðmol- unum vandlega af borðinu í lófa sinn. — Eg kom við hjá ökumanninum í gær, sagði Inga lágt og varlega. — Eg sá öll börnin hans, en Lena er nú reynd- ar vfst ekki eitt þeirra — — og ég kenni svo mikið í brjósti um hana. Rikka frænka ræksti sig, reis á fætur og ýtti stólnum sínum inn undir borðið. — Tefðu ekki fyrir henni. Hún verður að læra að gera gagn eins fljótt og hægt er. Það er líka hollast fyrir hana. — Hún sagðist ætla að tína ber í dag. Eg get líka tínt ber, frænka, sagði Inga biðjandi. — Ég hjálpa oft til með ýmis- legt, þegar ég er heima, og mamma sagði, að ég ætti að gera eitthvert gagn hérna, ef þú vildir lofa mér það. — Þú verður nú víst fljótlega þreytt á því, sagði Rikka frænka þurrlega. — En fáðu þér bara körfu hjá jómfrúnni. Núna, þegar ávextirnir eru að verða fullþroskaðir, verðum við að nota allan þann vinnukraft, sem við getum fengið, bæði góðan og lélegan. En óhreinkaðu ekki fötin þín og láttu Lenu vera í friði. Hún lét á sig barðamikinn hatt, sem lá tilbúinn á stól við hlið hennar og fór út með kaffikönnuna. — Þú ert vís til að standast ekki freistinguna, ef þú sérð kaffið, Sófus, sagði hún, og það var víst alveg rétt, því að bróðir hennar horfði löngunaraugum á eftir könnunni. — Teið er hollara fyrir þig. Og svo hefðir þú átt að herða þig upp og koma með mér út á akur. Jesper segir, að hafrarnir séu sprottnir, en það verð ég nú að sjá áður en ég trúi því. — Ég er lasinn, andvarpaði Sófus, bragðaði á teinu og gretti sig, en Rikka var komin út úr dyrunum og heyrði alls ekki, hvað hann sagði. Inga sá, að frænda hennar leið bet- ur, þegar systir hans var farin. Hann sat stundarkorn og horfði út í garðinn, og þegar hann sá ljósa sumarkjólinn hennar hverfa út á milli trjánna, þá kviknaði nýtt líf í augum hans. — Ætlar þú ekki að fá þér kaffi, Inga? spurði hann. — Eg fæ alltaf dálítinn dropa á eftir grautnum mínum, þegar ég er heima, svaraði Inga, þakklát fyrir hugulsem- ina, sem var enn þá þakklætisverðari fyrir það, að hahn mátti ekkert fá sjálf- ur. — Farðu bara og sæktu könnuna, sagði hann umhyggjusamlega. — Það UNGA ÍSLAND 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.